Ungmennaþingið verður peppað
Ungmennaþing skáta verður haldið um helgina á Grundarfirði. „Þetta verður mjög skemmtilegt þing og mjög peppað fólk sem er búið að skrá sig,“ segir Ásgerður Magnúsdóttir, formaður ungmennaráðs.
Markmiðið þingsins er að þjálfa ungt fólk í lýðræðislegum vinnubrögðum og ræða þau málefni sem skipta ungmenni í skátastarfi máli. Einnig vill unga fólkið kynnast fyrirkomulagi Skátaþings sem haldið verður í lok mars og undirbúa sig fyrir það. „Kannski kemur einhver grilluð þingsályktunartillaga um helgina sem við förum með á Skátaþing,“ segir Ása.
Þingið er opið fyrir skáta sem eru á elsta árið í dróttskátum, alla rekkaskáta og róverskáta. Lokað hefur verið fyrir skráningu og segir Ása að þeir sem hafi gleymt sér verði að biðja mjög mjög fallega.