TILLAGA UM BREYTINGAR Á SKÁTAÞINGI 2020
Í ljósi stöðunnar varðandi heimsfaraldur COVID-19 og samkomubanns leggur stjórn BÍS til að Skátaþing verði haldið í Skátamiðstöðinni föstudaginn 27. mars frá 18:00 – 20:00 í stað Varmalands yfir tvo daga. Á þinginu yrðu nauðsynlegir dagskrárliðir afgreiddir og þátttaka færi fram í gegnum fjarfundarbúnað. Aukaskátaþing yrði síðan haldið að hausti 2020 þar sem aðrir dagskrárliðir yrðu afgreiddir.
Samkvæmt lögum BÍS skal skila athugasemdum við útsend gögn vegna Skátaþings til Skátamiðstöðvarinnar eigi síður en viku fyrir þing. Því er afar mikilvægt að skátafélögin kynni sér þessar tillögur og geri athugasemdir við þær eigi síður en 20. mars 2020.