Þankadagurinn

Hugmyndin af þankadeginum varð til árið 1926 þegar kvennskátar alls staðar úr heiminum (Girl Guide og Girl Scout) komu saman í Bandaríkjunum á fjórðu heimsráðstefnu WAGGS. Þær voru sammála um að á hverju ári ætti að vera einn dagur sérstakur dagur sem væri tileinkaður því að allir kvennskátar hugsi til hvor annarra, lýsi virðingu, þökkum og þakklæti sínu fyrir alþjóðahreyfingunni okkar. Á síðari árum hefur WAGGGS beðið skáta að hugsa um mikilvæg málefni samtímans sem snúa t.d. að jafnrétti, aðgengileika, fjölbreytni, mannréttindum og fleira. Til að styðja skátana í þessu hafa verið gefnir út dagskrárpakkar til að skátar geti kynnst flóknum málefnum í gegnum leik og starf.

Dagurinn var kallaður Þankadagur og varð 22. febrúar valinn vegna þess að bæði Lord Baden-Powell stofnandi skátahreyfingarinnar og Olave Baden-Powell, þáverandi kvenskátahöfðingi eiga afmæli þennan dag. 22. febrúar er einnig haldinn hátíðlegur af alþjóðasamtökum skátahreyfinga, WOSM, þar sem hann er kallaður dagur stofnandann eða founder’s day.

Bandalag íslenskra skáta hefur fylgt WAGGGS eftir í að halda upp á þankadaginn og hvetja skáta til að láta gott að sér leiða, hugsa til skátasystkina sinna um allan heim og kynna sér mikilvæg málefni samtímans.

Heimasíða WAGGGS

WAGGGS (world association of girl guides and girl scouts) er stærsta sjálfboðaliða hreyfing tileinkuð stúlkum í heiminum og er Bandalag íslenskra skáta hluti af samtökunum. Á heimasíðu þeirra er hægt að fræðast um markmiðin og finna fleiri verkefna pakka sem samtökin hafa gefið út.


þankadagurinn 2024

Okkar veröld, okkar friðsæla framtíð

Sækja

dagskrápakkar síðustu ára

Þankadagurinn 2023 - Okkar veröld, okkar friðsæla framtíð

Dagskrápakkinn 2023, Okkar veröld, okkar friðsæla framtíð: umhverfið og friður, fjallar um hana Miku sem er á vegferð um umhverfið sitt í leit að friði og jafnvægi. Dagskrápakkinn sækir innblástur í allskyns þjóðsögur frá öllum fimm landssvæðum WAGGGS og blandar þeim skemmtilega saman í nokkrar sögur sem veitir okkur áhugaverð og fjölbreytt verkefni tengd þemanu.

Þankadagurinn 2022 - heimurinn okkar, jafna framtíðin okkar

Þessi pakki hefur ekki verið þýddur
Þema ársins 2022 er 'okkar heimur, okkar sameiginlega framtíð' og er byrjun á þriggja ára ferðalagi þar sem þemun næstu þrjú ár verða samofin þemanu og markmiðunu'

Þankadagurinn 2021

Þankadagurinn 2021 - Stöndum saman um frið

Þema dagskrápakkans er 'standa sterk, standa fyrir og standa saman' með það markmið að skátarnir geta staðið með öðrum skátum í heiminum við að kalla á og skapa frið, bæði í okkar nærumhverfi sem og öllum heiminum.

Þankadagurinn 2020 - lifandi þræðir

Dagskrápakkinn 2020 LIFANDI ÞRÆÐIR fagnar fjölbreytileikanum sem finnst í skátahreyfingunni. Í gegnum verkefnin sem kanna þemun 'fjölbreytni, réttsýni og inngilding' fá þátttakendur aukinn skilning á þessum hugtökum, og þróa með sér þann hæfileika að nýta þau í hversdagslífinu.