Þankadagurinn
Þankadagurinn eða World Thinking Day er dagur alþjóðlegrar vináttu þar sem skátar út um allan heim hugsa hlýtt til annarra skáta og senda þakklæti út í heiminn.
Haldið hefur verið upp á Þankadaginn á hverju ári síðan 1926. Hugmyndin varð fyrst til þegar kvenskátar (Girl Guides og Girl Scouts) hittust í Bandaríkjunum á fjórðu heimsráðstefnu WAGGGS sama ár. Þær voru sammála um að það ætti að vera sérstakur dagur á hverju ári, tileinkaður öllum þeim sem eru hluti af skátunum til að hugsa hvert til annars og senda þakklæti út í heiminn.
Dagurinn er haldinn 22. febrúar en sá dagur var valinn vegna þess að það er afmælisdagur bæði Lord Baden-Powell, stofnanda skátahreyfingarinnar og Olave Baden-Powell, sem var World Chief Guide.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla skáta á Íslandi til þess að fagna deginum og geta skátaforingjar nýtt sér verkefni úr dagskrápökkum frá WAGGGS sem eru tileinkaðir þankadeginum. Sumir dagskrápakkar hafa verið þýddir á íslensku af vinnuhópum tileinkuðum þankadeginum.
Síða um þankadaginn er hægt að finna hér ásamt dagskrápökkum síðustu ára.
Við leytum af einstaklingum eða hópum sem hafa áhuga á að aðstoða við þýðingu á Þankadagsdagskrápakka 2024! Endilega hafið samband við Sædísi hjá Skátamiðstöðinni ef þið hafið áhuga: saedis@skatarnir.is
Þankadagurinn 2023
Þankadagurinn eða World Thinking Day er dagur alþjóðlegrar vináttu þar sem skátar út um allan heim hugsa hlýtt til annarra skáta og senda þakklæti út í heiminn.
Haldið hefur verið upp á Þankadaginn á hverju ári síðan 1926. Hugmyndin varð fyrst til þegar kvenskátar (Girl Guides og Girl Scouts) hittust í Bandaríkjunum á fjórðu heimsráðstefnu WAGGGS sama ár. Þær voru sammála um að það ætti að vera sérstakur dagur á hverju ári, tileinkaður öllum þeim sem eru hluti af skátunum til að hugsa hvert til annars og senda þakklæti út í heiminn.
Dagurinn er haldinn 22. febrúar en sá dagur var valinn vegna þess að það er afmælisdagur bæði Lord Baden-Powell, stofnanda skátahreyfingarinnar og Olave Baden-Powell, sem var World Chief Guide.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla skáta á Íslandi til þess að fagna deginum og geta skátaforingjar nýtt sér verkefni úr dagskrápökkum frá WAGGGS sem eru tileinkaðir þankadeginum. Sumir dagskrápakkar hafa verið þýddir á íslensku af vinnuhópum tileinkuðum þankadeginum.
Dagskrápakkinn í ár
Í ár var gefinn út dagskrápakki sem heitir okkar veröld, okkar friðsæla framtíð : umhverfið og friður.
Í dagskrápakkanum munum við fylgja sögunni um Miku sem er ung stelpa að reyna að koma á friði og jafnvægi í hennar umhverfi. Dagskrápakkinn sækir innblástur í allskyns þjóðsögur frá þeim fimm landssvæðum sem WAGGGS tilheyrir og býður upp á fjölbreytt verkefni samhliða sögunum.
Síða um þankadaginn er hægt að finna hér ásamt dagskrápökkum síðustu ára.