sjálfboðaliðar

Sjálfboðastarf fyrir WAGGGS og WOSM Evrópu

Vissir þú að það er hægt að gerast sjálfboðaliði fyrir heimshreyfingarnar okkar tvær WAGGGS og WOSM? Já, það er sko heldur betur hægt!

Þessa dagana leita bæði WAGGGS og WOSM Evrópa að nýjum sjálfboðaliðum í allskonar verkefni og því ætla alþjóðafulltrúarnir okkar Egle og Berglind að bjóða upp á kynningarfund. Við ætlum að fara yfir hvernig verkefni eru í boði, heyra reynslusögur frá fyrrverandi og núverandi sjálfboðaliðum, skoða saman umsóknarformin og taka svo spurt og svarað í lokin.

Tækifærið er fyrir 18 og eldri, við hvetjum öll sem hafa áhuga til að mæta!

Hér er hlekkur á ZOOM fundinn.

Sjáumst þá!

-Alþjóðaráð


Nýir meðlimir í fastaráðum BÍS

Á Skátaþingi í lok mars var samþykkt af þingi breyting á 26.grein laga sem fjallar um að láti einhver meðlimur fastaráða af störfum á miðju tímabili skal stjórn BÍS í samráði við uppstillinganefnd manna stöðuna fram að næsta aðalfundi. Stjórn BÍS hefur því skipað tvo nýja meðlimi í Útilífsráði, þær Önnu Margréti Tómasdóttur og Hrafnhildi Sigurðardóttir.  Þær byrjuðu að starfa með ráðinu í byrjun árs þar sem ráðið einblínir að því að stuðla að aukinni útivist skáta á Íslandi.

Á ungmennaþingi 2023 auglýsti ungmennaþing allar stöður lausar og voru eftirfarandi kjörin í ráðið á ungmennaþingi: Arnbjörg Ýr Sigurðardóttir, Högni Gylfason, Jóhann Thomasson og Svava Dröfn Davíðsdóttir. Skátaþing samþykkti síðan þessa skipun.

 


Privacy Preference Center