Nýir meðlimir í fastaráðum BÍS

Á Skátaþingi í lok mars var samþykkt af þingi breyting á 26.grein laga sem fjallar um að láti einhver meðlimur fastaráða af störfum á miðju tímabili skal stjórn BÍS í samráði við uppstillinganefnd manna stöðuna fram að næsta aðalfundi. Stjórn BÍS hefur því skipað tvo nýja meðlimi í Útilífsráði, þær Önnu Margréti Tómasdóttur og Hrafnhildi Sigurðardóttir.  Þær byrjuðu að starfa með ráðinu í byrjun árs þar sem ráðið einblínir að því að stuðla að aukinni útivist skáta á Íslandi.

Á ungmennaþingi 2023 auglýsti ungmennaþing allar stöður lausar og voru eftirfarandi kjörin í ráðið á ungmennaþingi: Arnbjörg Ýr Sigurðardóttir, Högni Gylfason, Jóhann Thomasson og Svava Dröfn Davíðsdóttir. Skátaþing samþykkti síðan þessa skipun.