Stuðningur fullorðinna
Skátahreyfingin er leidd af ungmennum sem njóta stuðnings fullorðinna.
Mikilvægur þáttur af skátastarfi er stuðningur fullorðinna sem búa til vettvang fyrir ungmennin að láta ljós sitt skína.
Skátastarfið veitir tækifæri til lærdómssamstarfs ungs fólks og fullorðinna, sem einkennist af metnaði þeirra yngri og reynslu þeirra eldri. Markmiðið er að valdefla unga fólkið, hvetja þau til leiðtogastarfa, að þau fái að taka ákvarðanir og fái vettvang til að gera mistök og læra af þeim.
Leiðarljós fullorðinna í skátastarfi er að styrkja ungmenni í sínum leiðtogastörfum, með því að styðja, leiða og leiðbeina. Þeir þurfa að gefa unga fólkinu rými til að prófa sig áfram, en að vera til staðar til að grípa boltann og ábyrgðina þegar þess þarf.
Hlutverkaskipti fullorðinna
Hlutverkum eldri skáta má skipta í þrjá flokka:
Þau sem veita beinan stuðning og fræðslu miðað við þarfir ungmenna, t.d. skátaforingjar, leiðbeinendur á námskeiðum og fyrirlesarar.
Þau sem veita tæknilegan stuðning og sérfræðiþekkingi til að koma verkefnum skátanna í farveg, t.d. stjórnir skátafélaga, tæknistjórar á landsmóti eða umsjón með eldhúsi í félagsútilegu.
Þau sem styðja við hópinn, veita rými fyrir vöxt skátanna í hópnum og gera flokka- og sveitarstarfið aðlaðandi, t.d. sveitarforingjar, félagsforingjar og erindrekar BÍS.