Skátapeysur og skátaskyrtur
Við tökum upp nýtt fyrirkomulag þegar kemur að kaupum á skátaskyrtum og skátapeysum. Við ætlum að hætta að geyma stóran lager af þessum vörum í Skátamiðstöðinni og munum í staðinn bjóða upp á pöntunardaga eins og íþróttafélögin hafa gert. Skátar geta sjálf heimsótt skátabúðina, mátað, greitt fyrir skyrtuna og við bætum skyrtunni þeirra við næstu pöntun. Skátafélögin geta einnig fengið mátunarsett af skátaskyrtum eða bláu BÍS peysunni og leyft sínum félögum að máta, tekið saman upplýsingarnar og sent þær á okkur fyrir pöntunardaginn. Í þessum tilfellum greiðir skátafélagið og sér um innheimtu ef það á við.
Pöntunardagarnir eru 30.september og svo aftur 30. janúar
Skátaskyrtur
Nú eru komnar nýjar skátaskyrtur í notkun sem eru í boði í mismunandi stærðum og sniðum. Hægt er að koma upp í Skátabúðina, Hraunbæ 123, 110 Reykjavík, að máta, einnig er hægt að óska eftir því að sækja mátunarsett til Skátamiðstöðvarinnar og haft mátunardag í skátaheimilinu eftir samkomulagi við Skátamiðstöðina. Skyrturnar eru á kynningaverði sem er 6.700 kr. og verða pantaðar 30.september og svo aftur 30.janúar.
Hér er yfirlit af stærðum:
Bein/aðsniðin með axlaspælum Hefðbundið snið með axlaspælum
Aðsniðin m. brjóstsaum m. axlaspælum
Einnig eru til í skátabúðinni nokkur eintök af gömlu skyrtunum ásamt prufu eintökum af nýju skátaskyrtunni án axlaspæla sem verða ekki pantaðar aftur. Þær verða til sölu á meðan birgðir endast.
En stærðirnar sem eru til af þeim er hér.
Bein/aðsniðin án axlaspæla Hefðbundið snið án axlaspæla
Aðsniðin m. brjóstsaum án axlaspæla
Skátapeysur
Skátahettupeysa
Í ár verður hægt að panta skátapeysur í nýjum lit, khakis green, með BÍS merkinu framan á. Um er að ræða hettupeysurnar sem voru til í gráum lit (litur ársins 2021). Sama fyrirkomulag verður á því að panta peysur og skátaskyrturnar en það verður sami pöntunardagur, 30. September og svo aftur 30.janúar. Til eru örfá eintök af gömlu skátapeysunni í 2021 litnum sem hægt er að kaupa á staðnum.
Hér er stærðartafla af skátapeysunni og mynd af litnum, stærðirnar eru miðaðar við unglinga og eldri. Skátapeysan kostar 9.950 kr.
Blá BÍS peysa
Bláa BÍS peysan er til í minni stærðum og því tilvalin fyrir yngri aldursbilin eins og drekaskáta, fálkaskáta og jafnvel dróttskáta. Þessi peysa er til í skátabúðinni bæði í barnastærðum og fullorðins stærðum og verður pöntuð aftur ef birgðir klárast á pöntunardögum.
Barnapeysan kostar 5.800 kr. og hægt er að sjá stærðartöfluna hér.
Fullorðins peysan kostar 7.000 kr. og er hægt að sjá stærðirnar hér.
Skátabolir
Bláir BÍS bolir
Barnastærðir kosta 2.600 kr. og hægt er að sjá stærðartöfluna hér.
Fullorðins bolir kostar 3.000 kr. og er hægt að sjá stærðirnar hér.