Róvervikan í Kandersteg
Nú gefst rekka- og róverskátum frá aldrinum 18 til 26 ára tækifæri á að fara til Kandersteg skátamiðstöðinnar og upplifa áramótin í svissnesku Ölpunum.
Róvervikan (e. Roverweek) er haldin dagana 28. desember 2024 – 4. janúar 2025. Á viðburðinum fá skátar að upplifa þá vetrardagskrá sem er í boði í skátamiðstöðinni, kynnast erlendum skátavinum og læra alls konar sniðugar nýjungar til að nýta í skátastarfi.
Verðið á viðburðinn er 300 CHF (um 48.500 ISK) en þátttakendur þurfa einnig að borga ferðakostnað sjálf og skipuleggja hvernig þau ferðast til Kandersteg.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu viðburðarins en senda þarf inn umsókn til að fara á viðburðinn.
Umsóknarfrestur er til og með 16. ágúst!
Vakin er athygli á reglugerð BÍS um utanferðir skáta, forvarnarstefnu skáta og siðareglur Æskulýðsvettvangsins.