rekkaskátar
frelsi - seigla - útsjónarsemi
Aldursbil: 16-18 ára
Starf: Flokkur – sveit – sveitarráð
Lýsing á starfi: Vinna að sjálfstæðum verkefnum ýmist sem einstaklingar eða með flokknum.
Viðfangsefni: Að setja sér langtímamarkmið og vinna markvisst að þeim. Taka fyrstu skrefin í viðburðastjórnun. Finna sína rödd í skátahreyfingunni og í samfélaginu og leita leiða til að leggja sitt af mörkum.
Vöxtur: Sérþekking, verkefna- og viðburðastjórnun, sjálfstæði í vinnubrögðum og útbúnaði, geta skipulagt skátastarf fyrir aðara. Hafa tileinkað sér heilbrigðan lífstíl.
Ferðir og viðburðir:
* Rekkanetið
* Aldursbilamót
* Landsmót
* Jamboree
* RekkaKraftur
* Aðstoðarsveitarforingja-námskeið
Leiðtogafærni
- Hafa tækifæri og fá hvatningu til að stíga inn í leiðtogahlutverk sem hentar þeim.
- Geta virkjað ólíka einstaklinga í hópum.
- Hafa átt samskipti við önnur félög, tekið þátt í að skipuleggja viðburði fyrir skáta úr fleiri en einu félagi.
Skapandi hugur
- Öðlast þekkingu og reynslu til að leysa bæði hagnýt og fræðileg viðfangsefni.
- Hafa þroska til að hugsa á gagrýninn hátt, mynda sína eigin skoðun og bera virðingu fyrir öðrum.
- Finna nýjar leiðir til að tjá sig og framkvæma verkefni.
Heimurinn og umhverfið
- Ígrunda hvers vegna aðstæður fólks eru mismunandi eftir búsetu og menningu og hvaða leiðir eru til að leiðrétta þennan mismun.
- Leita að nýrri náttúruupplifunum í sinni dagskrá.
- Hafa frumkvæði að samfélagsverkefnum bæði fyrir einstaklinga og fyrir hópinn.
Tilveran mín
- Skilja hvernig viðhorf þeirra geta haft afleiðingar í daglegu lífi og taka skýra afstöðu, vitandi að það þarf að virða val annarra.
- Eru hvött til að taka afstöðu og ræða gildi sín og innan hópsins.
- Læra að þekkja styrkleika sína og veikleika.