Sakaskrárheimild
Heimild til öflunar upplýsinga úr sakaskrá
Samkvæmt 10. gr. æskulýðslaga er óheimilt að ráða einstaklinga til starfa, með börnum, sem hlotið hafa dóma vegna brota gegn lögum um ávana og fíkniefni (nr. 65/1974) á síðastliðnum fimm árum eða gagnvart XXII. kafla (kynferðisbrot) almennra hegningarlaga (nr. 19/1940). Á þetta ákvæði bæði við um launað starfsfólk og sjálfboðaliða.
Til að geta unnið samkvæmt þessum lagagreinum hefur Bandalag íslenskra skáta heimild til að óska eftir upplýsingum úr Sakaskrá ríkisins um þá aðila sem sækjast eftir því að verða starfsfólk eða sjálfboðaliðar á okkar vegum, að veittu samþykki þeirra.
BÍS óskar einnig eftir því að fá upplýsingar um aðra dóma úr sakaskrá sjálfboðaliða og starfsfólks. Sakaskrá ríkisins hefur samþykkt að veita upplýsingar, með samþykki einstaklinga, hvort einstaklingur hafi hlotið dóm gegn XXIV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (manndráp, líkamsmeiðingar og brot gegn frjálsræði manna) og barnaverndarlögum nr. 80/2002, á síðastliðnum fimm árum.
Skátafélögin óska sjálf eftir upplýstu samþykki síns starfsfólks og sjálfboðaliða og skila því inn til Skátamiðstöðvarinnar.
Á vefsíðu Samskiptaráðgjafa má nálgast leiðbeiningar fyrir útfyllingu eyðublaðsins.
Leikjaform - Senda inn leik
Lumar þú á frábærum leik sem þig langar að koma að á leikjavef skátanna? Fylltu út formið að neðan og við tökum leikinn til skoðunar.
Viltu gerast sjálfboðaliði?
Viltu vera sjálfboðaliði?
Skátahreyfingin er sjálfboðaliðahreyfing sem byggir á eldmóði fólks sem leggur sitt af mörkum í þágu æskulýðsstarfs. Með starfi sínu stuðla sjálfboðaliðar að valdeflingu ungs fólks, alþjóðlegu bræðralagi og betri heimi.
Þú getur gerst sjálfboðaliði fyrir skátafélagið í þínu bæjarfélagi á einfaldan hátt.
Við leggjum áherslu á að bjóða skátum upp á spennandi og uppbyggilegt starf þar sem hvert og eitt getur vaxið og dafnað. Það eru margar leiðir til að leggja starfinu lið en það er til dæmis hægt að vera leiðbeinandi í vikulegu starfi, gestur sem deilir færni, á útkallslista fyrir viðburði eða í afmörkuðum verkefnum.
Skátafélögin eru hjarta skátastarfsins og þar er alltaf þörf fyrir fleiri hendur og hugmyndir. Fólk getur stutt félögin í verkefnum eins og fjáröflunum, viðhaldi, hverfahátíðum eða stærri verkefnum eins og fararstjórn, umsjón skála og setu í stjórn. Ný sjónarhorn og fersk augu eru alltaf vel þegin.
Skátarnir þurfa reglulega á aðstoð að halda frá fólki með fjölbreytta færni, allt frá iðngreinum, fjármálum og listum til upplýsingatækni og umönnunar. Við finnum vettvang þar sem kraftar hvers og eins nýtast bæði einstaklingnum og skátastarfi til heilla.
Skátastarf býður einnig tækifæri til að öðlast reynslu í skipulagi og framkvæmd verkefna, hvort sem það er í félögum eða hjá BÍS t.d. á stórmótum, í þróunarvinnu, stefnumótun eða ferðum erlendis. Við leggjum áherslu á fræðslu og þjálfun og leitum að fólki sem vill miðla sinni þekkingu áfram.
Fólk sem vill leggja sitt af mörkum en getur ekki skuldbundið sig til langs tíma er einnig ómetanlegt, hvort sem það er að elda eina máltíð í útilegu, flytja búnað eða taka þátt í tiltekt þá Skipta öll hlutverk máli.
Útilífsmiðstöðvar skáta bæði á Úlfljótsvatni og á Hömrum hafa einnig ýmis verkefni í pokahorninu og eru þakklát fyrir aðstoð, stóra sem smáa.
Hér getur þú á einfaldan hátt sett þig í samband við starfsfólk bandalagsins sem kemur beiðni þinni áfram á nýliðateymi BÍS.



Ferðaskýrsla
FERÐASKÝRSLA
Einstaklingum og hópum sem sækja viðburði erlendis sem fulltrúar BÍS ber að skila ferðaskýrslu að ferð lokinni. Ferðaskýrslan á að geta nýst BÍS til viðmiðs, frekari áætlunargerðar og endurmats á viðburðum og ráðstefnum sem fulltrúar eru sendir á.
Eyðublaðið tekur breytingum eftir því hversu margir fylla það út saman og hvernig það er fyllt út. Þetta bæði til að einfalda starsfólki að endurgreiða og þeim sem fyllir eyðublaðið út að þurfa eingöngu að veita þær upplýsingar sem þarf hverju sinni.
Óskað er eftir því að ferðalag sé gert upp í samræmi við tilgang og markmið þess og gögnum komið til skila í samræmi við það sem fulltrúar kunna að hafa lofað fyrir upphaf ferðar.
Kjörbréf Skátaþings
KJÖRBRÉF FYRIR SKÁTAÞING
Skv. 20 gr. Laga BÍS:
Rétt til setu á Skátaþingi eiga:
A) Með atkvæðisrétt:
Fulltrúar skátafélaga með aðild A fara með 4 atkvæði, þar af skal eitt atkvæði bundið félagsforingja eða öðrum stjórnarmeðlim skátafélagsins í hans stað og æskilegt er að minnst eitt atkvæði sé í höndum einstaklings á aldrinum 13-25 ára.
Fulltrúar skátafélaga með aðild B fara með 1 atkvæði.
- Fulltrúar með atkvæðisrétt skulu vera starfandi skátar 13 ára og eldri.
- Enginn getur farið með fleiri en eitt atkvæði á Skátaþingi og eingöngu fyrir skátafélag sem hann er skráður félagi í.
- Einfaldur meirihluti greiddra atkvæða ræður úrslitum mála á Skátaþingi, nema um breytingu á lögum BÍS eða Grunngildum BÍS sé að ræða.
