Náttúran
Náttúran og umhverfið býður upp á mörg fjölbreytt tækifæri fyrir framfarir einstaklinga.
Þegar talað er um náttúru er talað um hið náttúrulega umhverfi, eins og skóga, fjöll, vötn og heiðar en ekki manngert umhverfi eins og skólalóðir, leikvelli og borgir.
Náttúrulega umhverfið býður skátum upp á framfarir í leiðtogahæfni og eflir skapandi huga. Þar getur skátnn fundið betri tengingu við heiminn, umhverfið og eigin tilveru. Mikilvægast af öllu er að náttúran sé svið ævintýrisins sem einkennir skátastarf.
Starfsemi tengd náttúrunni er fjölbreytt. Bæði getur verkefni fylgt einföldu þema eins og göngu eða útilegu, en samt verið tengdt umhverfishyggju, sjálfbærni og menntun. Skátastarf vinnur að því að tengja ungt fólk inn í samfélagið sitt og hvetur til þróunar á umhverfisvænum og sjálfbærum venjum og tengir þannig fólk betur við umhverfið sitt.