Leiðbeinandi í Útilífsskóla Ægisbúa (Vesturbærinn)

Elskarðu krakka?

Leiðbeinandi í Útilífsskóla Ægisbúa – sumarstarf

Skátafélagið Ægisbúar í Vesturbæ óskar eftir því að ráða sumarstarfsfólk á aldrinum 18-25 ára til að sinna leiðbeinendastörfum í Útilífsskóla Ægisbúa, sem eru námskeið fyrir 8-12 ára börn, þar sem þátttakendur stunda útivist, kynnast öðrum krökkum og vinna skemmtileg verkefni í anda skátastarfs. 

Helstu verkefni:

  • Samskipti við börn í uppbyggilegu starfi
  • Taka þátt í dagskrárgerð
  • Þátttaka í útivist og ævintýralegri dagskrá í anda skátastarfs 

Hæfniskröfur:

  • Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18-25 ára
  • Metnaður, frumkvæði og hugmyndaauðgi
  • Reynsla af starfi með börnum er æskileg
  • Reynsla af útivist og/eða æskulýðsstarfi er kostur

Frekari upplýsingar veitir Einar B. Árnason, skólastjóri Útilífsskóla Ægisbúa, einararnason@gmail.com, 894-6661. Umsóknarfrestur er til 20. maí, 2020.