000 days 00 hours 00 minutes 00 seconds

Verið velkomin á Landsmót 2026

Bandalag íslenskra skáta býður skátum um allan heim á Landsmót sumarið 2026. Landsmótið verður haldið dagana
20. – 26. júlí og verður þemað „á norðurslóð“. Komið með og upplifið ævintýrin í heillandi umhverfi Hamra.

Landsmót er fyrir skáta á aldrinum 10 – 17 ára.  Landsmótið er uppskeruhátíð skáta, við bjóðum til okkar erlendum þátttakendum og erum saman í vikutíma. Á Landsmóti skáta koma saman rúmlega 2- 3000 skátar frá um 20 þjóðlöndum. 

Á Landsmóti skáta skapast sannkallaður ævintýraheimur. Á mótssvæðinu byggir hvert félag upp tjaldbúð þar sem skátarnir búa í vikutíma. Það reynir á skátana og mörg fara út fyrir þægindarammann sinn þegar þau fara í fyrsta sinn á skátamót og dvelja í tjaldi með öðrum. Skátarnir fá tækifæri til að kynnast ólíkum einstaklingum og mynda ný vinatengsl. Skátamót eru ein af lykilstoðum skátastarfs því þar gefst okkur kostur á að efla leiðtogahæfni og skapandi huga. Úti í náttúrunni getur skátinn fundið tengingu við umhverfið og eigin tilveru. Við tökumst á við krefjandi áskoranir sem styrkja sjálfstraust, ábyrgð og þekkingu okkar. 

Dagskrá á Landsmóti er fjölbreytt;
🎲 Leikir
⛰️ Hike
🏕️ Tjaldbúðalíf
🏙️ Bæjarferð
🧩Þrautir
🔥 Kvöldvökur
🌙 Næturleikir
og margt fleira frá morgni til kvölds.

Taktu frá dagana 20.-26. júlí 2026

Reserve the dates july 20th – july 26th 2026!


Hvar er Landsmót 2026?

Hvenær: 20.-26. júlí 2026

Hvar: Útilífsmiðstöð skáta á Hömrum, Akureyri.

Hvernig kemstu þangað: Til að komast að tjaldsvæðinu að Hömrum er hægt að taka strætó frá miðbæ Akureyrar og ganga í 15 mínútur. 

Á norðurslóð

Á mótinu kynnumst við töfrandi heimi  Hamra og nágrennis. Þar njótum við útivistar og ævintýra. Þemað mun leiða okkur út í  náttúruna þar sem við lærum að bjarga okkur og upplifum dýralífið, gróðurinn, veðurfar, landslagið og samfélagið í kringum okkur. En við skoðum einnig  áhrif hlýnunar jarðar á svæðið og kynnumst sjálfbærni á norðlægum slóðum en það getum við tengt inn á heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna. Við erum innan þess svæðis sem flokkast sem Norðurheimskautasvæðið en Hamrar eru nyrsta skátamiðstöð í heimi. 

Þátttakendur og sjálfboðaliðar

Þátttakendur: Á Landsmóti finna allir aldurshópar eitthvað við sitt hæfi en dagskráratriðin eru sérstaklega miðuð við skáta á aldrinum 10-17 ára.

Þau sem eru 18 ára eða eldri geta tekið þátt annað hvort sem foringjar skátahópa eða sem starfsmenn á mótinu (IST).

Starfsfólk (IST): Þau sem eru 18 ára og eldri stendur til boða fjölbreytt sjálfboðastörf á mótinu. Sem starfsmaður verður þú hluti af sveit og færð úthlutað einu eða fleiri verkefnum yfir vikuna.

Fjölskyldubúðir

Hefð er fyrir að fjölskyldur skáta sem taka þátt á Landsmóti geti komið og verið með í fjölskylubúðum. Þau sem dvelja í fjölskyldubúðum fá aðgang að hluta mótsins t.d. setningu, kvöldvökum og hluta af dagskrá. Reglur mótsins gilda í fjölskyldubúðum. Meðferð tóbaks, áfengis og annarra vímuefna er ekki leyfð á svæðinu.

Nánari upplýsingar um fjölskyldubúðir verða kynntar síðar.

Verðskrá

Þátttakendur: 78.900 kr ISK

Foringjar: 78.900 kr ISK

IST: 78.900 kr ISK

Fáðu fleiri upplýsingar - get more info

* indicates required
Email address

Privacy Preference Center