Hulda María Valgeirsdóttir, nýr viðburðastjóri BÍS
Þar sem Rakel Ýr er á leiðinni í fæðingarorlof hefur BÍS ráðið Huldu Maríu Valgeirsdóttir í starf viðburðastjóra.
Hulda hefur verið virk í skátununum frá því hún var 8 ára gömul. Síðustu ár hefur hún ýmist starfað sem foringi eða stjórnarmeðlimur í skátafélaginu Landnemum. Auk þess hefur hún verið skólastjóri Útilífsskóla Landnema, unnið tvö sumur sem dagskrárstarfsmaður á Úlfljótsvatni og starfað mikið í ráðum og viðburðum skátahreyfingarinnar.
Síðastliðið ár var hún í alþjóðlegu skátamiðstöðinni í Kandersteg, í Sviss, og starfaði þar sem “Catering Manager” og hafði yfirumsjón með matreiðslu, pöntunum og skipulagi mötuneytisins þar fyrir skáta allstaðar að úr heiminum. Nú mun hún taka yfir starfi viðburðarstjóra á meðan Rakel fer í fæðingarorlof, og mun þá sjá m.a. um viðburði BÍS með aðaláherslu á landsmót skáta næsta sumar.
Við bjóðum Huldu Maríu hjartanlega velkomna til starfa.