
Ungmennaráð BÍS hlaut styrk úr Loftlagssjóði ungs fólks og tóku við styrknum í Höfða í gær. Við óskum þeim til hamingju og hlökkum til að sjá verkefnið þeirra „Tré og tjútt“ verða að veruleika ![]()
Emil Kjartan Valdimarsson og Þorkell Grímur Jónsson fulltrúar Ungmennaráðs tóku við styrknum.
Tré og tjútt í Esjuhlíðum er viðburður þar sem tré eru gróðursett í Esjuhlíðum ásamt útilegu, fræðslu og gerð kynningarefnis um náttúru og gróðursetningu.
