FÁLKASKÁTAR
10 - 12 ÁRA
Kjarkur, hugmyndaflug og samvinna
Aukin tækifæri til ferðalaga og möguleikar í dagskrá víkka sjóndeildarhring fálkaskáta sem öðlast víðtæka kunnáttu fyrir framtíðina.
UM STARF FÁLKASKÁTA
Ýmislegt nýtt býðst skátum þegar þau komast á fálkaskátaaldur. Fálkaskátar byrja að taka þátt í ýmsum félagsviðburðum, þau fara í eigin helgarferðir með jafnöldrum í sínu félagi ásamt því að geta í fyrsta sinn tekið þátt í ýmsum landslægum viðburðum eins og fálkaskátadeginum og Landsmóti skáta. Á þessum aldri fá skátarnir meiru ráðið um eigin dagskrá og geta mótað dagskráráherslur eftir því hvar þeirra eigin áhugi liggur en áhersla er lögð á útivist, ferðamennsku, lýðræði, sköpun, samvinnu og samfélag. Fálkaskátar öðlast víðtæka kunnáttu og mæta ögrandi áskorunum sem styrkja samtímis útsjónarsemi þeirra, kjark og sjálfsöryggi.
VIKULEGIR HITTINGAR FÁLKASKÁTA
Yfir starfsárið hittast fálkaskátar vikulega á föstum tímum í skátaheimili síns félags og nágrenni þess, sá hópur myndar skátasveit. Fálkaskátar byrja að starfa í svokölluðum skátaflokkum þar sem 5-8 skátar vinna saman yfir starfsárið og öðlast um leið mikla reynslu í samvinnu og samskiptum. Á þessum aldri er meiri áhersla lögð á að sinna áhugasviði hvers skáta og skátaflokkurinn mótar eigin dagskrá með stuðningi eldri sjálfboðaliða. Skátarnir hafa aðgengi að allskyns tilbúinni dagskrá til að velja úr eða til að aðlaga eftir eigin höfði en fá einnig tækifæri til að hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd. Fálkaskátasveitin starfar líka oft sem heild eins og þegar stærri dagskrárliðir eru á dagskrá og í undirbúningi ferða. Skátaforingjar fálkaskáta hafa líka áhrif á dagskrána til að skátarnir séu rétt undirbúnir fyrir þær áskoranir sem þau mæta á starfsárinu. Einnig til að tryggja að skátarnir öðlist vissa kunnáttu á fálkaskátaaldri og styðja fálkaskátana til að víkka enn frekar sjóndeildarhringinn.
VIÐBURÐIR Á VEGUM SKÁTAFÉLAGSINS
Innan skátafélagsins fara fálkaskátar í ýmsar ferðir. Þetta geta verið styttri dagsferðir þar sem spennandi útivistamöguleikar í nærumhverfinu eru kannaðir, líkt og í starfi drekaskáta, og lengri útilegur fara að skipa stærri sess í starfi fálkaskáta.
Á fálkaskátaaldri er byrjað að fara í sveitarútilegur víðsvegar um landið þar sem gist er heila helgi í skátaskálum eða tjöldum. Allur háttur er á dagskrá í slíkum ferðum og er hún iðulega stærri og flottari en sú dagskrá sem rúmast á hefðbundnum skátafundum. Dagskráin er breytileg eftir árstíðum, reynslustigi skátanna og áherslum sveitarinnar. Sveitarútilegur eru vettvangur fyrir fálkaskátana til að kynnast enn betur, skapa sameiginlegar minningar og styrkja liðsanda sveitarinnar.
Fálkaskátar byrja líka að fara í félagsútilegur ásamt skátum á eldri aldursbilum í félaginu. Félagsútilegur eru gjarnan einu sinni á önn og í þeim fá fálkaskátar að upplifa að þau tilheyra stærri hóp skáta og fá innsýn í skátastarf efri aldursbila innan skátafélagsins.
VIÐBURÐIR Á VEGUM BÍS
Á vegum Bandalags íslenskra skáta, landssamtaka skátafélaganna, er árlega haldinn einn viðburður fyrir fálkaskáta. Fálkaskátadagurinn er haldinn í nóvember á hverju ári og er dagsviðburður þar sem fálkaskátar af öllu landinu koma saman og spreyta sig á ólíkum áskorunum. Á hverju ári tekur eitt skátafélag viðburðinn að sér og býður öllum fálkaskátum landsins og því fer viðburðurinn fram á ólíkum stað hverju sinni.
LANDSMÓT SKÁTA
Fálkaskátar eru yngstu skátarnir sem fá að taka þátt í Landsmóti skáta. Landsmót skáta er vikulangt skátamót haldið á þriggja ára fresti, á Úlfljótsvatni og Hömrum til skiptis. Landsmót er fyrir öll skátafélög á landinu fyrir fálkaskáta og eldri. Á landsmót sækja einnig skátar og skátafélög allstaðar að úr heiminum, því mót sem þessi eru frábær tækifæri til að efla skátatengsl og vináttu. Dagskrá landsmóts er ávallt fjölbreytt og skemmtileg, krefjandi og eftirminnileg. Á landsmóti muntu eignast nýja vini og læra nýja hluti.
LANDSMÓT FÁLKASKÁTA
Landsmót fálkaskáta er nokkurra daga skátamót í tjaldbúð þar sem öll dagskrá og umgjörð tekur mið af aldursbili fálkaskáta. Mótið er haldið á þriggja ára fresti, því er aldrei langt á milli stórra skátamóta.
EINKENNI FÁLKASKÁTA
Klútur fálkaskáta er vínrauður og festur með skátahnút sem skátarnir útbúa sjálfir eða bundinn með vinahnút. Klútinn fá skátarnir afhentan til að marka að þeir séu vígðir meðlimir í skátahreyfingunni og hafi lokið vígslugrunni síns aldursbils. Vígslugrunnur fálkaskáta er að vinna skátaheitið, þekkja kjörorð skáta og tileinka sér fyrstu sjö greinar skátalaganna.
SKÁTALÖG FÁLKASKÁTA
Skáti er hjálpsamur
Skáti er glaðvær
Skáti er traustur
Skáti er náttúruvinur
Skáti er tillitssamur
Skáti er heiðarlegur
Skáti er samvinnufús
Aldursmerki fálkaskáta eru þríhyrningslaga og eru saumuð aftan á klútinn. Brún merkisins markar aldur fálkaskátans þar sem brons er fyrir 10 ára, silfur fyrir 11 ára og gull er fyrir 12 ára. Merkin fá skátarnir afhent frá sínum skátafélögum sem hafa ólíkan hátt á því hvernig og hvenær þau eru afhent.
FÆRNIMERKI FÁLKASKÁTA
Færnimerkin eru ofin merki sem skátarnir geta unnið sér inn með því að ljúka tilteknum dagskrárgrunni sem liggur að baki hverju merki. Dagskrá færnimerkjanna þekur breitt áhugasvið og eru þess eðlis að einstakir skátar geta unnið að þeim á eigin vegum, í smærri hópum skáta eða með allri skátasveitinni. Á fálkaskátaaldri stækkar úrval þeirra færnimerkja sem skátarnir geta unnið að. Mörg þeirra eru framhald af merkjum sem skátar á drekaskátaaldri geta unnið að en undanfari þeirra merkja sem skátar á dróttskátaaldri geta unnið að.
STARF FÁLKASKÁTA
Ýmislegt nýtt býðst skátum þegar þau komast á fálkaskátaaldur. Fálkaskátar byrja að taka þátt í ýmsum félagsviðburðum, þau fara í eigin helgarferðir með jafnöldrum í sínu félagi ásamt því að geta í fyrsta sinn tekið þátt í ýmsum landslægum viðburðum eins og fálkaskátadeginum og Landsmóti skáta. Á þessum aldri fá skátarnir meiru ráðið um eigin dagskrá og geta mótað dagskráráherslur eftir því hvar þeirra eiginn áhugi liggur en áhersla er lögð á útivist, ferðamennsku, lýðræði, sköpun, samvinnu og samfélag. Fálkaskátar öðlast víðtæka kunnáttu og mæta ögrandi áskorunum sem styrkja samtímis útsjónarsemi þeirra, kjark og sjálfsöruggi.
VIKULEGIR HITTINGAR FÁLKASKÁTA
Yfir starfsárið hittast fálkaskátarnir vikulega á föstum tímum í skátaheimili síns félags og nágrenni þess, sá hópur myndar skátasveit. Fálkaskátar byrja að starfa í svokölluðum skátaflokkum þar sem 5-8 skátar vinna saman yfir starfsárið og öðlast um leið mikla reynslu í samvinnu og samskiptum. Á þessum aldri er meiri áhersla lögð á að sinna áhugasviði hvers skáta og skátaflokkurinn mótar eigin dagskrá með stuðningi eldri sjálfboðaliða. Skátarnir hafa aðgengi að allskyns tilbúinni dagskrá til að velja úr eða aðlaga eftir eigin höfði en fá einnig tækifæri til að hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd. Fálkaskátasveitin starfar líka oft sem heild eins og þegar stærri dagskrárliðir eru á dagskrá og í undirbúningi ferða. Skátaforingjar fálkaskáta hafa líka áhrif á dagskrána til að skátarnir séu rétt undirbúnir fyrir þær áskoranir sem þau mæta á starfsárinu. Einnig til að tryggja að skátarnir öðlist vissa kunnáttu á fálkaskátaaldri og styðja fálkaskátana til að víkka enn frekar sjóndeildarhringinn.
VIÐBURÐIR Á VEGUM SKÁTAFÉLAGSINS
Innan skátafélagsins fara fálkaskátar í ýmsar ferðir. Þetta geta verið styttri dagsferðir þar sem spennandi útivistamöguleikar í nærumhverfinu eru kannaðir, líkt og í starfi drekaskáta og lengri útilegur fara að skipa stærri sess í starfi fálkaskáta.
Á fálkaskátaaldri er byrjað að fara í sveitarútilegur víðsvegar um landið þar sem gist er heila helgi í skátaskálum eða tjöldum. Allur háttur er á dagskrá í slíkum ferðum og hún er iðulega stærri og flottari en sú dagskrá sem rúmast á hefðbundnum skátafundum. Dagskráin er breytileg eftir árstíðum, reynslustigi skátanna og áherslum sveitarinnar. Sveitarútilegur eru vettvangur fyrir fálkaskátana til að kynnast enn betur, þau skapa sameiginlegar minningar og styrkja liðsanda sveitarinnar.
Fálkaskátar byrja líka að fara í félagsútilegur ásamt skátum á eldri aldursbilum í félaginu. Félagsútilegur eru gjarnan einu sinni á önn og í þeim fá fálkaskátar að upplifa að þau tilheyra stærri hóp skáta og fá innsýn í skátastarf efri aldursbila innan skátafélagsins.
VIÐBURÐIR Á VEGUM BÍS
Á vegum Bandalags íslenskra skáta, landssamtaka skátafélaganna, er árlega haldinn einn viðburður fyrir fálkaskáta. Fálkaskátadagurinn er haldinn í nóvember á hverju ári og er dagsviðburður þar sem fálkaskátar af öllu landinu koma saman og spreyta sig á ólíkum áskorunum. Á hverju ári tekur eitt skátafélag viðburðinn að sér og býður öllum fálkaskátum landsins og því fer viðburðurinn fram á ólíkum stað hverju sinni.
LANDSMÓT SKÁTA
Fálkaskátar eru yngstu skátarnir sem fá að taka þátt í Landsmóti skáta sem fer fram á fjögurra ára fresti, ýmist á Úlfljótsvatni og að Hömrum við Akureyri. Landsmótið er vikulangt mót fyrir alla skáta 10 – 18 ára og eldri þar sem skátafélög af öllu landinu koma saman og reisa tjaldbúð. Það má með sanni segja að á Landsmóti sé öllu til tjaldað og er dagskrá mótsins því jafnan hin glæsilegasta. Næsta Landsmót verður haldið á Hömrum árið 2020.
LANDSMÓT FÁLKASKÁTA
Landsmót fálkaskáta er nokkurra daga skátamót í tjaldbúð þar sem öll dagskrá og umgjörð tekur mið af aldursbili fálkaskáta. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, alltaf tveimur árum eftir Landsmót skáta og því er aldrei langt á milli stórra skátamóta. Næsta Landsmót fálkaskáta verður haldið árið 2022 en staðsetning er óákveðin.
EINKENNI FÁLKASKÁTA
Klútur fálkaskáta er vínrauður og festur með skátahnút sem skátarnir útbúa sjálfir eða bundinn með vinahnút. Klútinn fá skátarnir afhentan til að marka að þeir séu vígðir meðlimir í skátahreyfingunni og hafi lokið vígslugrunni síns aldursbils. Vígslugrunnur fálkaskáta er að vinna skátaheitið, þekkja kjörorð skáta og tileinka sér fyrstu sjö greinar skátalaganna.
SKÁTALÖG FÁLKASKÁTA
Skáti er hjálpsamur
Skáti er glaðvær
Skáti er traustur
Skáti er náttúruvinur
Skáti er tillitssamur
Skáti er heiðarlegur
Skáti er samvinnufús
Aldursmerki fálkaskáta eru þríhyrningslaga og eru saumuð aftan á klútinn. Brún merkisins markar aldur fálkaskátans þar sem brons er fyrir 10 ára, silfur fyrir 11 ára og gull er fyrir 12 ára. Merkin fá skátarnir afhent frá sínum skátafélögum sem hafa ólíkan hátt á því hvernig og hvenær þau eru afhent.
FÆRNIMERKI FÁLKASKÁTA
Færnimerkin eru ofin merki sem skátarnir geta unnið sér inn með því að ljúka tilteknum dagskrárgrunni sem liggur að baki hverju merki. Dagskrá færnimerkjanna þekur breitt áhugasvið og eru þess eðlis að einstakir skátar geta unnið að þeim á eigin vegum, í smærri hópum skáta eða með allri skátasveitinni. Á fálkaskátaaldri stækkar úrval þeirra færnimerkja sem skátarnir geta unnið að. Mörg þeirra eru framhald af merkjum sem skátar á drekaskátaaldri geta unnið að en undanfari þeirra merkja sem skátar á dróttskátaaldri geta unnið að.