Dróttskátar
Sjálfstæði - færni - valdefling
Aldursbil: 13-15 ára
Starf: Flokkur – sveit – sveitarráð
Lýsing á starfi: Vinna sjálfstætt í flokkum undir eftirliti sveitarforingja.
Viðfangsefni: Aukið sjálfstraust til að hafa áhrif á verkefnaval flokksins út frá eigin áhugasviði. Átta sig á eigin mörkum og mörkum annarra. Tengja sjálf sig við samfélagið, sögu lands og þjóðar og aðstæðu minnihlutahópa sem búa í nærsamfélaginu.
Vöxtur: Standa með sjálfum sér. Eru sjálfstæð í vinnubrögðum, taka ábyrgð á sínu skátastarfi og passa upp á persónulegan útbúnað. Eru meðvituð um sín eigin gildi.
Ferðir og viðburðir:
* Dróttskátadagurinn
* Flokkamót
* Aldursbilamót
* Landsmót
* Jamboree
* Skátasumarið
* DróttKraftur
Leiðtogafærni
- Verða örugg í að leiða verkefni. Stíga upp til að leiðbeina öðrum í flokknum.
- Þekkja styrkleika og veikleika flokksins og geta nýtt sér það í flokkavinnu.
- Axla ábyrgð á sjálfum sér. Skilja og virða mörk annarra.
Skapandi hugur
- Læra að plana, gera og meta flóknari verkefni í flokknum sínum. Æfa sig í að finna nýjar lausnir.
- Æfa sig í að spyrja spurninga og að sjá hlutina frá mismunandi sjónarhornum.
- Geta tjáð sig á skapandi hátt á mismunandi vegu.
Heimurinn og umhverfið
- Kynnast mismunandi aðstæðum fólks og skilja hvernig gjörðir þeirra sjálfra hafa áhrif á líf annarra í hnattrænu samfélagi.
- Vernda náttúruna og kunna leiðir til þess.
- Kynna sér starfsemi ungmennaráðs og taka þátt í viðburðum fyrir dróttskáta á þeirra vegum.
Tilveran mín
- Eru hvött til að tjá og deila hugmyndum og gildum með öðrum.
- Geta réttlætt skoðanir sínar og læra að virða gildi annarra.