drekaskátar
glaðværð - ákefð - hjálpsemi
Aldursbil: 7-9 ára
Starf: Skátasveit og verkefnatengdir hópar
Lýsing á starfi: Vikulegir fundir í skátasveitinni þar sem unnið er í minni hópum.
Viðfangsefni: Taka þátt í starfi skátasveitar. Fara í lengri ferðir og taka fyrstu skrefin í að bjarga sér í náttúrunni. Átta sig á eigin þörfum og bregðast við þeim. Tjá skoðun sína.
Vöxtur: Hafa tekið fyrstu skrefin í hópi jafningja. Standa með sjálfum sér. Þekkja sveitina sína og taka tillit til hópsins.
Ferðir og viðburðir:
* Drekaskátadagurinn
* Drekaskátamót
* Landsmót
* Skátasumarið
Leiðtogafærni
- Finna kjarkinn til að taka þátt og prófa nýja hluti án foreldra.
- Taka þátt í að velja dagskráratriði og þemu starfsins með sveitinni.
- Ræða hvað er að vera góður vinur. Læra góð samskipti þannig að öllum í sveitinni líði vel.
Skapandi hugur
- Læra að bregðast við mismunandi skilaboðum líkamans eins og svengd, kulda og þreytu.
- Æfa sig í að skilja félaga sína og að hlusta.
- Uppgötva gleðina í því að tjá sig á skapandi hátt og fá að sýna eigin færni.
Heimurinn og umhverfið
- Vinna verkefni tengd heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
- Upplifa dagskrá úti í náttúrunni. Læra að klæða sig eftir veðri.
- Hafa tekið þátt í samfélagsverkefni.
Tilveran mín
- Velta fyrir sér hvað er rétt og rangt.
- Geta tjáð sína skoðun og finna að það er tekið mark á henni.
- Skilja að allir eru ólíkir og geta verið allskonar.