DREKASKÁTAR
7-9 ÁRA
Glaðvær, ákveðin og forvitin
Ung en stórhuga fá drekaskátar tækifæri til að spreyta sig og uppgötva hvers þau eru í raun megnug.
STARF DREKASKÁTA
Á drekaskátaaldri fást skátarnir við margvísleg viðfangsefni en einbeita sér að mestu leyti að leikjum og skemmtilegum verkefnum sem styrkja dýrmæta eiginleika svo sem traust, þolinmæði, samvinnu, samkennd og sjálfsbjargarviðleitni. Á þessum yngstu árum í skátastarfi öðlast skátarnir grunn í allskyns færni sem þau skerpa enn fremur á efri aldursbilum. Þrátt fyrir ungan aldur eru skyndihjálp, útieldun, rötun, náttúruvitund og útivera í ýmsum aðstæðum, á meðal þess sem drekaskátar fá að reyna.
VIKULEGIR HITTINGAR DREKASKÁTA
Yfir starfsárið hittast drekaskátar vikulega á föstum tímum í skátaheimili síns félags og nágrenni þess, sá hópur myndar skátasveit. Dagskráin er fjölbreytt yfir árið en tekur iðulega mið af áhuga og getu hópsins ásamt árstíð hverju sinni. Á þessum vikulegu fundum kynnast skátarnir sífellt betur og öðlast smám saman færni til að takast á við stærri áskoranir.
VIÐBURÐIR Á VEGUM SKÁTAFÉLAGSINS
Drekaskátar fara gjarnan í styttri ferðir og útilegur með sínu skátafélagi en taka síðan þátt í hluta af lengri ferðum með eldri skátum félagsins s.s. félagsútilegum og skátamótum þar sem þau upplifa hvað bíður þeirra á efri aldursbilum skátastarfs.
VIÐBURÐIR Á VEGUM BÍS
Á vegum Bandalags íslenskra skáta, landssamtaka skátafélaganna, eru árlega haldnir tveir viðburðir fyrir drekaskáta. Drekaskátadagurinn er fyrstu helgina í mars og er dagsviðburður þar sem drekaskátar af öllu landinu koma saman og spreyta sig á ýmsum fjörugum áskorunum. Á hverju ári tekur eitt skátafélag viðburðinn að sér og býður öllum drekaskátum landsins og því fer viðburðurinn fram á ólíkum stað hverju sinni.
Drekaskátamót er síðan haldið í júní á hverju ári. Mótið er vanalega haldið á Úlfljótsvatni þar sem drekaskátar af öllu landinu koma saman, reisa tjaldbúð, taka þátt í fjölbreyttri dagskrá og gista eina nótt í tjaldi.
EINKENNI DREKASKÁTA
Klútur drekaskáta er gulur og festur með skátahnút sem skátarnir útbúa sjálfir eða bundinn með vinahnút. Klútinn fá skátarnir afhentan til að marka að þau séu vígðir meðlimir í skátahreyfingunni og hafi lokið vígslugrunni síns aldursbils. Vígslugrunnur drekaskáta er að vinna skátaheitið, þekkja kjörorð skáta og tileinka sér fyrstu fjórar greinar skátalaganna.
SKÁTALÖG DREKASKÁTA
Skáti er hjálpsamur
Skáti er glaðvær
Skáti er traustur
Skáti er náttúruvinur
Aldursmerki drekaskáta eru þríhyrningslaga og eru saumuð aftan á klútinn. Brún merkisins markar aldur drekaskátans þar sem brons er fyrir 7 ára, silfur fyrir 8 ára og gull er fyrir 9 ára. Merkin fá skátarnir afhent frá sínum skátafélögum sem hafa ólíkan hátt á því hvernig og hvenær þau eru afhent.
FÆRNIMERKI DREKASKÁTA
Færnimerkin eru ofin merki sem skátarnir geta unnið sér inn með því að ljúka tilteknum dagskrárgrunni sem liggur að baki hverju merki. Dagskrá færnimerkjanna þekur breitt áhugasvið og eru þess eðlis að einstakir skátar geta unnið að þeim á eigin vegum, í smærri hópum skáta eða með allri skátasveitinni. Drekaskátar geta strax unnið að ýmsum færnimerkjum sem hæfa þeirra aldri, sum þeirra eru stigvaxandi og eru undanfari merkja sem unnið er að á eldri aldursbilum.
STARF DREKASKÁTA
Skátarnir fást við margvísleg viðfangsefni á drekaskátaaldri. Þá einbeita skátarnir sér að mestu leyti að leikjum og skemmtilegum verkefnum sem styrkja ýmsa dýrmæta eiginleika svo sem traust, þolinmæði, samvinnu, samkennd og sjálfsbjargarviðleitni. Á þessum yngstu árum í skátastarfi öðlast skátarnir grunn í allskyns færni sem þau skerpa enn fremur á efri aldursbilum. Þrátt fyrir ungan aldur eru skyndihjálp, útieldun, rötun, náttúruvitund og útivera í ýmsum aðstæðum á meðal þess sem drekaskátar fá að reyna.
VIKULEGIR HITTINGAR DREKASKÁTA
Yfir starfsárið hittast drekaskátar vikulega á föstum tímum í skátaheimili síns félags og nágrenni þess, sá hópur myndar skátasveit. Dagskráin er fjölbreytt yfir árið en tekur iðulega mið af áhuga og getu hópsins ásamt árstíð hverju sinni. Á þessum vikulegu fundum kynnast skátarnir sífellt betur og öðlast smám saman færni til að takast á við stærri áskoranir.
VIÐBURÐIR Á VEGUM FÉLAGSINS
Drekaskátar fara gjarnan í styttri ferðir og útilegur með sínu skátafélagi en taka síðan þátt í hluta af lengri ferðum með eldri skátum félagsins s.s. félagsútilegum og skátamótum þar sem þau upplifa hvað bíður þeirra á efri aldursbilum skátastarfs.
VIÐBURÐIR Á VEGUM BÍS
Á vegum Bandalags íslenskra skáta, landssamtaka skátafélaganna, eru árlega haldnir tveir viðburðir fyrir drekaskáta. Drekaskátadagurinn er í mars og er dagsviðburður þar sem drekaskátar af öllu landinu koma saman og spreyta sig á ýmsum fjörugum áskorunum. Á hverju ári tekur eitt skátafélag viðburðinn að sér og býður öllum drekaskátum landsins og því fer viðburðurinn fram á ólíkum stað hverju sinni.
Drekaskátamót er síðan haldið í júní á hverju ári. Mótið er vanalega haldið á Úlfljótsvatni þar sem drekaskátar af öllu landinu koma saman, reisa tjaldbúð, taka þátt í fjölbreyttri dagskrá og gista eina nótt í tjaldi.
EINKENNI DREKASKÁTA
Klútur drekaskáta er gulur og festur með skátahnút sem skátarnir útbúa sjálfir eða bundinn með vinahnút. Klútinn fá skátarnir afhentan til að marka að þau séu vígðir meðlimir í skátahreyfingunni og hafi lokið vígslugrunni síns aldursbils. Vígslugrunnur drekaskáta er að vinna skátaheitið, þekkja kjörorð skáta og tileinka sér fyrstu fjórar greinar skátalaganna.
SKÁTLÖG DREKASKÁTA
Skáti er hjálpsamur
Skáti er glaðvær
Skáti er traustur
Skáti er náttúruvinur
Aldursmerki drekaskáta eru þríhyrningslaga og eru saumuð aftan á klútinn. Brún merkisins markar aldur drekaskátans þar sem brons er fyrir 7 ára, silfur fyrir 8 ára og gull er fyrir 9 ára. Merkin fá skátarnir afhent frá sínum skátafélögum sem hafa ólíkan hátt á því hvernig og hvenær þau eru afhent.
FÆRNIMERKIN
Færnimerkin eru ofin merki sem skátarnir geta unnið sér inn með því að ljúka tilteknum dagskrárgrunni sem liggur að baki hverju merki. Dagskrá færnimerkjanna þekur breitt áhugasvið og eru þess eðlis að einstakir skátar geta unnið að þeim á eigin vegum, í smærri hópum skáta eða með allri skátasveitinni. Drekaskátar geta strax unnið að ýmsum færnimerkjum sem hæfa þeirra aldri, sum þeirra eru stigvaxandi og eru undanfari merkja sem unnið er að á eldri aldursbilum.