Aðalfundur skátafélags Borgarness

Fundarboð

Í 11. grein laga BÍS  segir að stjórn BÍS geti boðað til aðalfundar skátafélags samkvæmt lögum þess hafi slíkur ekki verið haldinn í 18 mánuði. Er það gert hér með:

Aðalfundarboð Skátafélags Borgarness

Boðað er til aðalfundar miðvikudaginn 28.september kl.20:00 í skátaheimilinu Skallagrímsgötu 8a.

Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins. Framboð til stjórnar og erindi fyrir aðalfundinn skulu berast á harpa@skatarnir.is.

Skátar, foreldrar og aðrir velunnarar skátastarfs í Borgarnesi eru boðin hjartanlega velkomin.

Stjórn Bandalags íslenskra skáta

Dagskrá fundarins

Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins sem má sækja með að smella hér.

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Fundarboð lagt fram til samþykktar
  3. Skýrsla stjórnar, umræður
  4. Endur skoðaðir reikningar félagsins, umræður
  5. Lagabreytingar
  6. Kosningar
  7. Önnur mál

Stjórn BÍS mun leggja það til við fundinn að Sigurgeir B. Þórisson, erindreki BÍS, verði fundarstjóri. Framboð til stjórnar og önnur málefni fyrir fundinn skal senda á harpa@skatarnir.is.

Kjör í stjórn

Samkvæmt lögum félagsins skal stjórn skipuð fimm skátum; félagsforingja, aðstoðarfélagsforingja, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda. Allir stjórnarmenn skulu vera 18 ára eða eldri og félagsforingi skal hafa náð 25 ára aldri. Skipun stjórnarmanna er til tveggja ára í senn en kjörið skal um hluta stjórnar á sléttu ári og hinn hluta stjórnar á oddatöluári. Skipun félagsforingja og meðstjórnanda er því til 2024 en skipun aðstoðarfélagsforingja, ritara og gjaldkera er til 2023.

Framboð til stjórnar

Eftirfarandi framboð hafa borist fundinum:

Félagsforingi

Ólöf Kristín Jónsdóttir

Ritari

Margrét Hildur Pétursdóttir

Dagskrár- og sjálfboðaliðaforingi

Árni Gunnarsson
Ragnar Ingimar Andrésson

Varamenn

Jóhanna M. Þorvaldsdóttir
Jökull Fannar Björnsson