- Þessi event er liðinn
Stjórnendanámskeið – Dagur 2
Um viðburðinn:
Annar dagurinn af þremur í námskeiðum fyrir starfsfólk Útilífsskóla skátan 17 ára og eldra.
Dagskrá:
Vörumerkið ‘Útilífsskóli skáta’ – 30 mínútur
Stutt kynning og umræður um ásýnd og samrekstur vörumerkis útilífsskólans.
Leikjagerðarnámskeið – 120 mínútur
Inga Auðbjörg verður með bráðskemmtilegt innskot þar sem þátttakendur læra tækni í leikjavæðingu sem má nýta fyrir ratleiki sumarsins, til að búa til leiki kringum langar gönguferðir, til að smíða kynningarleik fyrsta daginn, á sameiginlegum dögum útilífsskólanna og vonandi í allri annarri dagskrá.
Matarhlé – 30 mínútur
Stjórnendur geta skotist út á nálæga staði einnig er Bónus verslun við hlið Skátamiðstöðvarinnar, allir eru hvattir til að taka mat fremur með sér aftur í Skátamiðstöðina en að ljúka við að borða úr húsi svo minnstar líkur séu að seinagangur raski tímaplönum annarra þátttakenda námskeiðsins.
Skýrslugerð – 30 mínútur
Skýrslan sem skilað er í lok sumars er mjög mikilvæg félaginu og því ber að gæta að safna þar saman vissum upplýsingum frá ári til árs svo góðar og haldbærar upplýsingar séu til staðar fyrir stjórnendur og aðra hagsmunaaðila. Námsgögn verða gerð aðgengileg með rafrænum hætti og stuðning má fá í lok sumars við gerð skýrslu.
Samstarf milli skóla – 30 mínútur
Ríkur siður hefur verið fyrir samstarfi milli skóla. Farið verður yfir helstu þætti sem gæta þarf að séu í lagi í slíku samstarfi og möguleikana á því.
Önnur mál – 15 mínútur
Skráning fer fram á skatar.felog.is og verður reikningur sendur í lok námskeiðs til skátafélaganna. Mikilvægt er að allir skrái sig svo við getum gert ráðstafanir út frá fjölda þátttakenda.
Staðsetning viðburðar á korti
Klst
Min
Sek
Lykilupplýsingar
- Dagsetning:
- 04/06/2020
- Tími
-
10:00 - 14:30
- Kostnaður:
- 3000kr
- Aldurshópar:
- Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar
Skipuleggjendur
- Bandalag íslenskra skáta
- Skátasamband Reykjavíkur
Staðsetning
- Skátamiðstöðin
-
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland + Google Map - Sími:
- 5509800
- Vefsíða:
- View Staðsetning Website