Meira úti eftir Covid

Skátastarfið er óðum að taka á sig fyrri mynd eftir að samkomubanni var aflétt. Skátarnir í Kópum ætla að lengja starfið inn í sumarið til að koma til móts við skátana og foreldra.


„Skátastarfið hjá okkur breyttist aðeins. Við leggjum meiri áherslu á útiveru,“ segja  Heiða Hrönn Másdóttir félagsforingi Kópa og Ásdís Erla Pétursdóttir, starfsmaður Kópa.

Mætingin eftir Covid hefur verið mjög góð og þær finna hvað skátarnir eru ánægðir með að vera komnir í starfið á nýjan leik.  Boðið verður upp á starf inn í júnímánuð.

Nánari upplýsingar um starf skátafélagsins Kópa er á www.kopar.is