fálkaskátar


kjarkur - hugmyndaflug - samvinna

Aldursbil: 10-12 ára

Starf: Flokkur – sveit – sveitarráð

Lýsing á starfi: Vikulegt starf í flokki, sveitarfundir reglulega

Viðfangsefni: Standa á eigin fótum og hafa mikil áhrif á verkefnaval flokks og sveitar. Læra að vinna í hóp og bera ábyrgð. Aukin vitund um eigin líkama og getu og að taka tillit til jafningja sinna. Læra að búa sig fyrir útivist, skyndihjáp og skapa ævintýri úti í náttúrunni.

Vöxtur: Hafa tekið ábyrgð á eigin verkefnum og eigin búnað. Fengið tækifæri til að leiða flokkinn. Hafa fundið sjálfstraust í útivist. Geta sagt frá uppplifun sinni og tjáð skoðanir sínar. Hafa rödd í dagskrárvali flokksins.

Ferðir og viðburðir:
* Fálkaskátadagurinn
* Flokkamót
* Aldursbilamót
* Landsmót
* Skátasumarið
* FálkaKraftur


Leiðtogafærni

  • Taka fyrstu skref í að stýra leikjum og verkefnum. Geta kennt öðrum það sem þau læra.
  • Skapa sína dagskrá að mestu leyti sjálf og starfa í flokk.
  • Læra að öll í flokknum þurfa að vera góðir vinir og að öllum eigi að líða vel í starfinu.

Skapandi hugur

  • Geta skipulagt sig og brugðist við, eftir aðstæðum.
  • Velta fyrir sér spurningum um hvað er satt og ósatt og æfa sig í að draga eigin ályktanir.
  • Þora að tjá sig og sýna svipbrigði sín fyrir öðrum.

Heimurinn og umhverfið

  • Kynnast mismunandi menningarheimum. Setja sig í spor þeirra sem lifa við aðrar aðstæður.
  • Læra að bera virðingu fyrir náttúrunni. Skilja að það geta leynst hættur í umhverfinu.
  • Taka þátt í undirbúningi og framkvæmd samfélagsverkefnis í nærumhverfi.

Tilveran mín

  • Velta fyrir sér sínum eigin skoðunum og gildum og geta sagt frá þeim. Hvað er mikilvægt fyrir mig?
  • Læra að setja sig í spor annarra.
  • Geta deilt þekkingu/sögu/færni með flokksfélögum.


Hvatakerfi