Hleð Viðburðir

Ung i Norden

Um viðburðinn:

Ung i Norden er spennandi viðburður, haldinn Í Helsinki í Finnlandi helgina 11. til 13. október 2024. Viðburðurinn er  fyrir unga skáta frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Þema viðburðarins er “Friður”. Yfir helgina fá þátttakendur tækifæri til að læra um og ræða frið í skátasamhenginu, í nærumhverfinu og fjær. Þátttakendur munu einnig eignast nýja vini alls staðar frá norðurlöndunum, hversu frábært er það!

Við erum að leita að fjórum skátum 16 til 22 ára til að taka þátt. Þátttökugjaldið er 200 evrur auk þess að þátttakendur þurfa að kaupa sín eigin flug.

Skátar sem eru í ráðum og nefndum hjá BÍS fá þátttökugjaldið niðurfellt en þurfa að borga eigin flug.

Skráningarfrestur er til 20. Ágúst

Viðburður:

Skilmálar

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Byrjar:
11. október
Endar:
13. október
Kostnaður:
200Evrur
Aldurshópar:
Rekkaskátar, Róverskátar

Staðsetning

Finnland