Undirbúningur í fullum gangi
Vaskur hópur sjálfboðaliða og starfsfólks hefur undanfarnar vikur og mánuði unnið hörðum höndum að því að fegra og betrumbæta Úlfljótsvatn svo hægt sé að taka á móti þeim fjölda skáta sem leggja leið sína á Landsmót skáta 12. – 19. júlí.
Hvort sem það hefur verið að mála hús, moka fyrir lögnum, hreinsa beð eða eitthvað allt annað þá hefur fólk gert það með bros á vör. Hér má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá vinnunni.
Einnig hefur stór hópur fólks unnið að því að flokka safngripi Skátasafnsins um leið og húsnæði þess hefur verið betrumbætt. Skátasafnið mun opna dyr sínar aftur fyrir Landsmót!