Skátar halda upp á 22. febrúar – Þankadaginn
Víðsvegar um heiminn er haldið upp á 22. febrúar en hann er kallaður Þankadagur og Stofnendadagurinn (e. Founder’s day).
Íslenskir skátar héldu upp á þennan dag á ýmsan hátt, sumir báru skátaklútinn eða skiptu um prófílmynd á facebook. Einnig fóru Harpa Ósk skátahöfðingi og Kolbrún Ósk Landsmótsstýra í skemmtilegt viðtal á Rás 1.
Harpa Ósk skrifaði grein um mikilvægi skátastarfs og geðheilbrigði barna og birtist hún á vísi. Skátafélagið Mosverjar hélt hátíðarkvöldvöku og skátafélagið Kópar og Gildi héldu saman kvöldvöku sem var vel sótt.