Sex dróttskátar feta fótspor Suðurskautsfara

Sex dróttskátar frá félögunum Árbúum, Fossbúum, Garðbúum og Kópum sóttu um síðastliðinn ágúst um á fá að taka þátt í Vetraráskorun Crean, þá hófust 4 undirbúningshelgar þar sem krakkarnir fengu allan þann grunn sem þau þurftu fyrir aðalvikuna.

Þann 9. febrúar byrjaði aðalvikan með því að allir mættu á úlfljótsvatn, Íslendingarnir hittu loks Írana og kepptust við að ná að tala við alla.

Yfir vikuna var farið í æfingargöngur, fyrst upp í Fossbúð svo Írarnir gætu áttað sig á aðstæðum og veðri, seinni gangan var stór hringur gegnum skóglendi, meðfram vatni, yfir tún og fjall.

Þess á milli var ýmis konar kennsla og fræðsla, veðurfræði, hvernig á að ganga í línu í fjallafæri og sagt frá ferðum Tom Crean.

Miðvikudagsmorgunn 14. febrúar vöknuðu allir eldsnemma til að klæða sig upp og borða morgunmat. 4 flokkar biðu eftir því að byrja að ganga, kl 07:00 fór fyrsti flokkurinn, kl 07:20 fór næsti flokkur, kl 07:40 fór þriðji flokkurinn og kl 08:00 fór síðasti flokkurinn. Flokkarnir gengu með flokksforingjum og björgunarsveitarmönnum, héldu fyrst upp að Fossbúð og þaðan í Grafningsrétt upp í fjöll og að hellisheiðinni. Stefnan var tekin á skátaskálana 3 sem eru saman á heiðinni: Þrym, Kút og Bæli.

Gangan var krefjandi og þegar komið var niður að skálunum um kl 17:00, fögnuðu margir þeim risastóra áfanga sem þau höfðu náð, mánuðir af þjálfun hafði þarna skilað sér í risastóru afreki sem var að feta fótspor Tom Crean. Allir elduðu sér kvöldmat og fóru þreytt og sátt að sofa eftir viðburðaríkan dag. Daginn eftir var allur búnaður tekinn saman og hópuðu sér allir saman fyrir framan Kút til að taka hópmyndir. Eftir fallegar pósur héldu allir af stað í áttina að Hellisheiðavirkjun þar sem rútan myndi taka alla í bæinn. Þegar komið var að virkjuninni tóku allir bakpokana sína af sér, fengu sér að borða og nutu þess að setjast niður. Þegar komið var í bæinn tóku allir sundfötin sín og haldið af stað í laugardalslaug enda fátt betra eftir slíka göngu.

Lokadaginn fóru allir í menningargöngu um Reykjavík, þegar líða fór að kvöldi var komið að loka athöfninni, Harpa Ósk Skátahöfðingi kom þá í heimsókn og afhenti viðurkenningarnar fyrir þátttöku á vetraráskorun Crean, allir þátttakendur hlutu viðurkenningu, enda óstöðvandi hópur.

Fagnað var með pizzaveislu og síðan var kveðjustundin mikla og haldið var heim á leið eftir langa, krefjandi og góða viku.

 

Við þökkum írsku skátunum frá Crean Challenge fyrir þennan magnaða viðburð.