Eflum óformlegt nám – menntaráðstefna skáta í París

Bandalag íslenskra skáta sendi 5 fulltrúa á vel heppnaða menntaráðstefnu skáta í París á dögunum. Á ráðstefnunni var áherslan lögð á að styðja og efla menntunargildi skátastarfs um allan heim. Yfir 500 skátar mættu á ráðstefnuna ásamt fulltrúum fjölda stofnana og samtaka.

 

Fulltrúar okkar dreifðu sér á ýmsar málstofur þar sem fjölbreytt málefni voru til umræðu. Sem dæmi má nefna: 

  • Hvernig á að stýra sjálfboðaliðastarfi og fá fleiri að borðinu? 
  • Mikilvægi þess að fá pásu frá símanum
  • Hvaða leiðir getur skátastarf farið í átt að heimsfrið?
  • Hvernig stuðlum við að vitundarvakningu innan skátanna í umhverfis- og loftslagsmálum?
  • Hvert stefnum við sem alþjóðahreyfing? 

Að auki sóttu fulltrúarnir mjög áhugaverða fræðslu um rafræn skátamerki, en nú stendur yfir þróun á rafrænu alþjóðlegu kerfi þar sem skátar geta hlaðið upp og fengið fleiri merki fyrir hæfni sína og unnin verkefni. 

Vegvísir fyrir menntun í skátastarfi

Við lok ráðstefnunnar voru málefni hennar og umræður tekin saman og útbúinn vegvísir fyrir skátastarf. Vegvísirinn inniheldur 10 leiðir til að efla innihaldsríkara og aðgengilegra skátastarf. Vegvísinn má finna hér.

Sá lærdómur sem þátttakendur okkar taka með sér heim verður nýttur vel til þess að efla innra starfið.