Íslenskir skátar fóru til Noregs að taka þátt í Ung i Norden

Helgina 10.-12. nóvember 2023 lögðu þrír ungir skátar land undir fót og ferðuðust til Oslóar í Noregi. Þar var haldin viðburðurinn Ung i Norden sem er samstarf Bandalaga allra Norðurlandana. Þar koma saman ungir skátar frá öllum norðurlöndunum og kynnast og fræðast um ýmis viðfangsefni. Í ár var viðfangsefnið Flóttamenn og hvernig það er að vera flóttamaður.

 Það var notast við margskonar aðferðir til að lærdómar og vitneskju vakningar. Margir fyrirlestrar voru haldnir þar sem farið kynnt ýmis málefni sem skipuleggjendurnir vildu leggja áherslu á. Fjallað var um hulinn átök sem eru átök sem eru ekki í umfjöllun í fjölmiðlum og því verða þau “hulin” sem og hver er skilgreiningin á flóttamanni.

 Það var einnig farið í leik þar sem markmiðið var að fá þátttakendur til að reyna að setja sig í spor flóttamanna. Vissulega var leikurinn hannaður fyrir en yngri skáta en voru á þessum viðburði svo að megin markmið leiksins náði ekki alveg til skila.

 Á laugardagskvöldinu var horft á mynd sem heitir Invisible Republic, hún var afar áhugaverð. Myndin fjallaði um átökin í Nagorno-Karabakh. Konan sem gerir myndina er fréttamaður frá armeníu og býr á þessu svæði sem átökin eru á og er á svæðinu á meðan þau standa yfir.

Síðan var svona pallborðsumræður þar sem komu sérfræðingar frá Noregi í þessum málefnum. Þar gátu þátttakendur spurt spurninga og var þetta mjög áhugaverður líður í dagskrá viðburðarins. Viðburðin kláraðist síðan með fallegri athöfn þar sem allir skátarnir kveiktu á kertum og sungu bræðralagssöngin á sínu eigin tungumáli. Noregsfararnir mæla með þessum viðburði fyrir alla unga skáta. Maður kynnist ekki bara nýju fólki heldur líka nýjum skátamenningum.

 

Höfundur: Reynir Tómas Reynisson