30 dróttskátar skemmtu sér í Lækjarbotnum
Helgina 13.-15. október var DróttKraftur haldinn í skátaskálanum í Lækjarbotnum.
DróttKraftur er leiðtogaþjálfun á vegum Leiðbeinendasveitarinnar og er lögð áhersla á að efla leiðtogafærni og samskiptahæfni þátttakenda. Dagskrá DróttKrafts byggist á leikjum, reynslunámi og samvinnu skátanna í flokkum. Þannig fá skátarnir tækifæri á því að kynnast öðrum dróttskátum á landinu, æfa sig í því að vera leiðtogar á meðal jafningja og taka þátt í lýðræðislegu starfi. Að þessu sinni voru þátttakendur 30 talsins og komu frá ólíkum félögum á landinu.
Þátttakendurnir fengu að velja dagskrá helgarinnar og urðu útieldun, flokkakeppni og kappræður fyrir valinu.
Dróttskátarnir létu veðrið ekki hafa áhrif á sig þegar þau elduðu dýrindis tómatsúpu og grillaðar samlokur í hádegismat.
Á kvöldin var svo að sjálfsögðu haldnar kvöldvökur en á laugardags kvöldvökunni voru allir flokkar með skemmtiatriði og skiptust þeir á að stýra kvöldvökunni.
Takk öll fyrir skemmtilega helgi.