Norðurlandaskátar glímdu við fuglaflensu á Go Global

Þátttakendur í smitvarnarbúning á Go Global

Helgina 6.-8. október komu saman 20 skátar frá Norðurlöndunum saman á stór- Kaupmannahafnar svæðinu í þeim tilgangi að kynnast þeim tækifærum sem sem standa til boða í alþjóðaskátastarfi á heismvísu.

Dagskrá helgarinnar var því með þeim hætti að auka vitneskju þátttakenda um WAGGGS og WOSM ásamt þeim verkefnum og tækifærum sem samtökin standa fyrir og þá var sérstök áhersla lög á að mynda sterk vinatengsl milli skáta á Norðurlöndunum.

Helgin byrjaði með öflugum póstaleik víðsvegar um Kaupmannahöfn þar sem þátttakendur sem skipt var í flokka og fóru um í leit að bæði dönskum sjálfboðaliða og erlendum frá bæði WOSM og WAGGGS og var reynt á vitneskju þátttakenda um heimsbandalögin.

Þátttakendur í víðavangsleik um Kaupmannahöfn hittu m.a. fyrir Berglindi alþjóðafulltrúa BÍS gagnvart WOSM

Þá fóru þátttakendur á kynningu hjá Signe Marie Obel, sem nýlega var kjörin í heimsstjórn WAGGGS,  sem kynnti verkefnui WAGGGS og „Speak Out For Her World“ verkfærakistuna um hvernig skuli tala fyrir málstað á alþjóðavísu.

Signe úr heimsstjórn WAGGGS kynnir verkefni á vegum WAGGGS fyrir Daða Má þátttakanda frá Íslandi ásamt öðrum þátttakendum á Go Global

í framhaldi af þessu kom Susanne Kolle fyrir hönd kvenskátaráðs danmerkur og hélt smiðju þar sem hún kynnti félagslegt nýsköpunarverkefni sem þau stýra.

Signý ræðir málin við aðra þátttakendur Go Global

Þegar kom að norræna kvöldinu, þar sem allir komu með besta snarlið frá sínum heimalöndum, komu skátar frá danska viðburðarteyminu KROPT og héldu óvæntan ævintýra-skáta næturleik sem kom öllum rækilega á óvart. Táknræn umgjörð leiksins var að skálinn, þar sem viðburðurinn fór fram, var skyndilega ógnað vegna skæðrar veiru. Þá kom ekki annað til greina en að veita starfsmönnum heilbrigðisstofnunarinnar hjálp við að stöðva útbreiðslu veirunnar og var því haldið út í skóg í leit að bóluefninu. Leikurinn var framkvæmdur þannig að upplifunin væri sem raunverulegust en þátttakendur þurftu m.a. að klæða sig upp í sóttvarnarbúning. Í gegnum leikinn fengu þátttakendur að kynnast þessari ævintýra-skátun sem er hefð hjá dönsku skátahreyfingunum en svo var líka sérstök kynning að leik loknum.

Danskur skáti í sóttvarnarbúning

Eftir þennan stórkostlega viðburð eru þátttakendurnir nú spenntir að komast í kynni við ný alþjóðatækifæri og að vonandi þau muni öll hittast á norðurlanda ráðstefnunni í Færeyjum, Roverway eða í ævintýra-skátun í Danmörku.

Myndir í þessari frétt eru teknar af Margrethe Grønvold Friis.

Daði Már úr Árbúum og Signý Ósk frá Skjöldungum tóku þátt fyrir hönd BÍS.