Táknræn umgjörð
Táknræn umgjörð er það sem gerir skátastarf skemmtilegt og spennandi
Þema, tákn, sögur, hefðir og fyrirmyndir eru verkfæri sem skátar nota til að tengja saman stórar hugmyndir við ímyndurnarafl og þroska skátanna til að auðvelda reynslunám
Ímyndunarafl og þroski skátanna er nýttur til þess að skapa umhverfi sem auðveldar þeim að skilja og tileinka sér þekkingu, færni, gildi og viðhorf sem einkenna skátahreyfinguna.
Þegar athafnir eru færðar í skátasamhengi með táknrænum ramma er hefðum og sögum bætt við sem skapa hátíðlegan brag sem verður eftirminnilegur hjá skátunum.
Leikir hafa tilgang, þeir þróa færni, ímyndurnarafl, skilningarvit, einbeitingarhæfni, samvinnuhæfni og eru skemmtilegir á sama tíma. Þá er skátinn að þróa með sér réttlætiskennd, læra að fylgja og skilja reglur, þola mótlæti og ná árangri.
Skátahreyfingin nýtir táknræna umgjörð sem tól til þess að skapa samfellu og sameiginlega upplifun sem styrkir skátasjálfsmyndina og ýtir undir að skátarnir upplifi sig sem hluta af stærri heild heimssamtaka skáta og geti því sett sig í spor barna og ungmenna um allan heim.