Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Táknmál 1

Um viðburðinn:

​BÍS í samstarfi við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskerta (SHH) bjóða upp á námskeiðið Táknmál 1 fyrir skáta.

Námskeiðið er 13 skipti sem kennd verða á fimmtudögum klukkan 19:30-20:30. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 19. janúar.

Kennslan fer fram í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123.

Námskeiðið er fyrir yngsta ár í rekkaskátum og eldri.

Hámarksfjöldi á námskeiðið er 15 og verður gætt að jafnræði milli félaganna við skráningu. Einnig munu starfandi sveitarforingjar og stjórnarmeðlimir fá forgang á námskeiðið. Skráning í gegnum Sportabler er því ekki staðfest þátttaka á námskeiðinu fyrr en borist hefur staðfestingar tölvupóstur eftir að skráningarfrestur er liðinn.

Kennari er Uldis Ozols, verkefnastjóri í kennslu hjá SHH og táknmálskennari í HÍ

Skráning fer fram á Sportabler en henni lýkur mánudaginn 16. janúar.

Með því að skrá þig á Táknmál 1 samþykkir þú eftirfarandi skilmála:

  1. Þátttakendur sem skrá sig á 0 krónur skuldbinda sig til að greiða fullt gjald ef í ljós kemur að félag hyggst ekki greiða fyrir þau.
  2.  Staðfestingargjaldið, 10% af námskeiðsgjaldi og er það óafturkræft.
  3. Þátttakendur eru ekki sérstaklega slysatryggðir, ábyrgðartryggðir eða vátryggðir að öðru leyti af Bandalag íslenskra skáta (BÍS) í skátastarfi, bent er á að þessar tryggingar eru oft hluti af heimilis- og fjölskyldutryggingum og öðrum almannatryggingum forráðafólks.
  4. Meðferð persónugreinanlegra upplýsinga sem skráðar eru vegna þátttöku er í samræmi við samþykkta persónuverndarstefnu BÍS sem finna má hér (https://skatarnir.is/personuverndarstefna/).
  5. Bandalag íslenskra skáta áskilur sér rétt til að halda eftir hluta af gjaldi þátttakandi greiðir sem hér segir:
    Ef hætt er við þátttöku 1 mánuði fyrir viðburð er staðfestingargjaldi haldið eftir.
    Ef skátinn hættir við þátttöku 3 vikum fyrir viðburð, er 50% af gjaldi haldið eftir.
    Ef skátinn hættir við þátttöku 14 dögum fyrir viðburð, er 75% af gjaldi haldið eftir.
    Ef skátinn hættir við þátttöku þegar skemmra er til viðburðar en sem nemur 14 dögum verður endurgreiðsla engin.
  6. BÍS eða umsjónaraðili á þess vegum getur þurft að aflýsa viðburðum og mótum vegna gildra og óviðráðanlegra aðstæðna s.s. vegna náttúruhamfara, hryðjuverka, stríðs, heimsfaraldra o.fl. Við þessar aðstæður áskilur BÍS sér rétt til þess að endurgreiða ekki mótsgjaldið, þótt ávallt sé leitast eftir að hámarka endurgreiðslu til þátttakenda.​

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
19/01/2023
Tími
19:30 - 20:30
Kostnaður:
14600kr
Aldurshópar:
Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar

Skipuleggjandi

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra
Sími:
562 7702
Netfang:
shh@shh.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Skátamiðstöðin
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland
+ Google Map
Sími:
5509800
Vefsíða:
View Staðsetning Website