- Þessi event er liðinn
Verndum þau
Um viðburðinn:
Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og unglingum að vera meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð, að geta lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt, eigi sér stað og vita hvernig bregðast á við ef slík mál skjóta upp kollinum.
Æskulýðsvettvangurinn hefur frá árinu 2010 staðið fyrir námskeiðinu Verndum þau. Námskeiðið er byggt á efni samnefndrar bókar og fjallar um hvernig bregðast á við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og ungmennum. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem starfa með börnum og ungmennum og öðrum áhugasömum.
Æskulýðsvettvangurinn gerir kröfu um að allir starfsmenn og sjálfboðaliðar innan aðildarfélaga Æskulýðsvettvangsins sæki námskeiðið.
Námskeiðið er að þessu sinni haldið sérstaklega sem undirbúningur fyrir starfsfólk Útilífsskóla skáta sumarið 2022 en er opið öllum.
Höfundar bókarinnar, Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis, afbrota og fjölskyldufræðingur, og Þorbjörg Sveinsdóttir, sálfræðingur, sjá um kennslu á námskeiðinu. Báðar starfa þær í Barnahúsi og hafa mikla reynslu af barnaverndarmálum.
Á námskeiðinu er m.a farið yfir:
- Tilkynningaskyldu starfsmanna sem vinna með börnum og unglingum.
- Líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu hvers konar.
- Hvernig taka skuli á móti ofbeldisfrásögn.
- Reglur í samskiptum við börn og ungmenni.
- Ýmis atriði sem gott er fyrir vinnuveitendur að hafa í huga.
- Úrræði sem í boði eru í samfélaginu fyrir börn og unglinga sem eru þolendur ofbeldis.
Staðsetning viðburðar á korti
Klst
Min
Sek
Lykilupplýsingar
- Dagsetning:
- 07/06/2022
- Tími
-
17:00 - 20:00
- Aldurshópar:
- Róverskátar, Eldri skátar, Dróttskátar, Rekkaskátar
Staðsetning
- Skátamiðstöðin
-
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland + Google Map - Sími:
- 5509800
- Vefsíða:
- View Staðsetning Website