Þankadagspakki 2026 - okkar vinátta

Þankadagspakkinn 2026 er kominn út!

Þemað að þessu sinni er "okkar vinátta" og framhaldsþema frá árinu 2025.

Hér má lesa meira um þankadagspakkann og finna hlekk til að sækja verkefnin.

 

 


Klípusögur kveiktu í umræðunum

Rafrænt námskeið í samskiptum og siðareglum

Í gær, mánudaginn 1. desember, var haldið rafrænt námskeið í samskiptum og siðareglum. Fengum við góðan hóp til okkar sem kom víða að af landinu en það er einmitt markmið rafrænna námskeiða. Með þeim viljum við hjá Æskulýðsvettvanginum auka aðgengi þeirra sem búa úti á landi að námskeiðunum og var gaman að sjá hversu vel það tókst í gær.

Námskeiðið sjálft fjallaði um samskipti og siðareglur sem er mjög mikilvægur hluti í okkar starfi. Góð samskipti eru lykillinn að jákvæðum tengslum og mikilvægt er að hægt sé að ræða þau ágreiningsmál sem koma upp á friðsælan máta. Auk þess er mikilvægt að öll þekki til siðareglna Æskulýðsvettvangsins en þar eru fönguð í orð þau siðferðislegu gildi og viðmið um hátterni sem Æskulýðsvettvangurinn og þau félagasamtök sem saman mynda vettvanginn starfa eftir: vellíðan – velferð – öryggi.

Á námskeiðinu fengu þátttakendur klípusögur þar sem þau notuðu siðareglurnar til að leysa úr ágreiningsmálum sem geta komið upp innan hópa og mynduðust góðar og gagnlegar umræður í kjölfarið.

Við þökkum öllum fyrir komuna og hlökkum til að sjá sem flest á næsta námskeiði sem haldið verður 25. febrúar 2026.  Aðgangur að námskeiðinu er ókeypis og hægt er að skrá sig hér: www.aev.is/skraning-a-namskeid/


Privacy Preference Center