Úlfur umsjónarmaður í Undralandinu

Úlfur Fríðuson var nýlega ráðinn í starf umsjónarmanns fasteigna og útisvæða í Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni. Úlfur hefur yfirumsjón með viðhaldi húsnæðis og annarra innviða á Úlfljótsvatni. Hann sér einnig um umhirðu, ræktun og slátt á tjaldsvæðinu, sér um að halda ökutækjum og öðrum búnaði í góðu ástandi og sér um gerð viðhalds- og kostnaðaráætlana fyrir stærri verkefni.
Úlfur nam smíðar við Tækniskólann en hefur síðustu ár unnið við úttektir á brunakerfum. Þá hefur hann umtalsverða reynslu af skátastarfi og var m.a. starfsmaður skátafélagsins Seguls um tíma.
„Mér finnst frábært að vera kominn hingað og fá að vinna í svona fallegu umhverfi og með besta fólkinu“ segir Úlfur. „Og heiður að fá að sinna og leiða skátana hér áfram í viðhaldi og uppbyggingu á svæðinu,“ bætir hann við.
Við bjóðum Úlf hjartanlega velkominn til starfa, og óskum honum velfarnaðar í starfi.
Nýkjörin stjórn Skátagildanna á Íslandi

Guðni Gíslason, landsgildismeistari
Sigríður Kristjánsdóttir, varalandsgildismeistari
Þóra Guðnadóttir, ritari
Hjördís Sigursteinsdóttir, gjaldkeri
Agnes Ösp Þorvaldsdóttir, alþjóðlegur bréfritari
Laufey Bragadóttir, varamaður í stjórn

- Að efla kynningarstarf og gera gildisstarfið meira áberandi
- Að efla tengsl skátagildanna
- Að hvetja til fjölgunar í starfandi gildum
- Að hvetja til stofnunar nýrra skátagilda
- Að efla enn fremur samstarf við BÍS og skátafélögin
Á þinginu var samþykkt tillaga fráfarandi stjórnar að styrkja Karmelsystur í Hafnarfirði um 500 þúsund kr. til byggingar hjúkrunardeildar við klaustrið en Karmelsystur hafa hýst Friðarlogann í góðu samstarfi við Skátagildin í fjölmörg ár.


