Sjóræningjar í Vesturbæ

Þrátt fyrir rok og rigningu var Drekaskátadagurinn 2025 haldinn hátíðlegur í Vesturbænum laugardaginn 2. mars. Skátafélagið Ægisbúar skipulagði viðburðinn, sem er ætlaður drekaskátum á aldrinum 7 til 9 ára. Um 124 skátar frá 10 mismunandi skátafélögum tóku þátt í deginum, sem var með sjóræningjaþema.

Dagurinn hófst með risahókípóki þar sem krakkarnir vöktu Vesturbæinn með gleði og fjöri. Eftir það tóku skátarnir þátt í hópleikjum og ratleik um Vesturbæinn. Í ratleiknum áttu skátarnir að leysa ýmsar þrautir, þar á meðal að taka myndir af þremur leiðum með nafninu Anna í Hólavallakirkjugarði.

Þrátt fyrir óhagstætt veður stóðu krakkarnir sig mjög vel og héldu í góða skapið eins og sannir sjóræningjar. Í hádeginu voru borðaðar pylsur, sem var án efa hápunktur dagsins fyrir marga. Eftir ratleikin fengu drekarnir kex og kakó í von um að fá smá hita í kroppinn.

Ægisbúar þakka fyrir frábæran dag og góða mætingu.


Mótsstjóri Landsmóts skáta 2026 

Ingibjörg Guðmundsdóttir hefur verið skipuð mótsstjóri Landsmóts skáta 2026 sem fram fer á Hömrum á Akureyri.  

Ingibjörg hefur verið í skátunum frá því hún var barn og komið að ýmsum skemmtilegum verkefnum. Hún er í skátafélaginu Vífli en er búsett á Akureyri með Hamra í bakgarðinum hjá sér og eyðir þar miklum tíma. Ingibjörg starfaði hjá Útilífsskóla skáta hjá Vífli, hefur komið að foringjaþjálfun, farið á mörg landsmót, alheimsmót í Hollandi og Síle ásamt því að syngja í Skátakórnum.  

Ingibjörg á stóran og góðan vinahóp sem hún kynntist í skátunum og segir að allar skemmtilegustu minningarnar séu úr skátastarfi.  

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt með einum eða öðrum hætti getur þú sent Ingibjörgu tölvupóst hér. 

Bandalag íslenskra skáta er þakklátt að Ingibjörg taki að sér svo stórt verkefni og hlökkum við til samstarfsins!


Privacy Preference Center