Skemmtilegt viðtal um skátastarf í hlaðvarpinu "Þú veist betur"
Hér getið þið hlustað á skemmtilegt viðtal sem Arnór Bjarki fór í á dögunum.
Í viðtalinu spjallar hann við Atla Má um skátastarf, söguna og hvað við erum að fást við í dag!
Mælum með því að hlusta.
Halldóra Aðalheiður ráðin sem Erindreki hjá BÍS

Halldóra Aðalheiður Ólafsdóttir hefur verið ráðin í fullt starf sem Erindreki BÍS.
Halldóra hefur góða reynslu af skátastarfi og hefur sinnt hinum ýmsu verkefnum fyrir hreyfinguna. Hún hefur verið foringi dreka- og fálkaskáta ásamt því að hafa verið aðstoðarforingi dróttskáta, skipulagt viðburði og klárað Gilwell svo einhvað sé nefnt. Halldóra ber með sér metnað, rólegt yfirbragð og góða samskiptahæfni. Hún mun taka við starfi erindreka og vinna að stefnu BIS við að styðja skátafélög landsins og vinna hin ýmsu verkefni sem falla til hjá Skátamiðstöðinni.
Við bjóðum Halldóru innilega velkomna til starfa.
Bjarki Rafn ráðinn til BÍS

Bjarki Rafn Andrésson hefur verið ráðinn til starfa hjá BÍS sem starfsmaður Landsmóts Skáta 2024.
Bjarki Rafn er dróttskátaforingi hjá Mosverjum og er á sinni Gilwell vegferð ásamt því að stunda nám við Háskóla Íslands í Tómstunda- og félagsmálafræði. Bjarki var í vettvangsnámi hjá BÍS í vetur og fékk þá innsýn inn í starfsemi Skátamiðstöðvarinnar. Hann hefur gaman að því að vinna með fólki, er skipulagður og ber með sér mikla jákvæðni og kraft. Bjarki mun taka við því mikilvæga verkefni að taka við samskiptum við erlenda skátahópa sem koma á Landsmót skáta 2024 ásamt því að sinna öðrum verkefnum við hlið mótsstýru Landmóts 2024.
Við bjóðum Bjarka innilega velkominn til starfa.





