Bjarki Rafn ráðinn til BÍS

Bjarki Rafn Andrésson hefur verið ráðinn til starfa hjá BÍS sem starfsmaður Landsmóts Skáta 2024.

Bjarki Rafn er dróttskátaforingi hjá Mosverjum og er á sinni Gilwell vegferð ásamt því að stunda nám við Háskóla Íslands í Tómstunda- og félagsmálafræði. Bjarki var í vettvangsnámi hjá BÍS í vetur og fékk þá innsýn inn í starfsemi Skátamiðstöðvarinnar. Hann hefur gaman að því að vinna með fólki, er skipulagður og ber með sér mikla jákvæðni og kraft. Bjarki mun taka við því mikilvæga verkefni að taka við samskiptum við erlenda skátahópa sem koma á Landsmót skáta 2024 ásamt því að sinna öðrum verkefnum við hlið mótsstýru Landmóts 2024.

Við bjóðum Bjarka innilega velkominn til starfa.