141 íslenskir skátar lagt af stað á 25. Alheimsmót skáta í Suður-Kóreu

Nú hafa um 141 íslenskir skátar lagt af stað á 25. Alheimsmót skáta í Suður-Kóreu!
Frá 1.-12. ágúst mun Saemangeum á vesturströnd Suður Kóreu taka á móti um 55.000 skátum frá mismunandi löndum alls staðar úr heiminum og byggja upp tjaldbúð með þemanu ,,teiknaðu þinn draum".



Við óskum íslenska fararhópnum góðrar ferðar og við vitum að þau munu njóta sín í þessari ævintýraferð og eignast einstaka lífsreynslu.
Til að fylgjast nánar með hópnum getið þið fylgt aðgangnum á instagram og facebook.
Sjóræningjar tóku yfir Úlfljótsvatn á Skátasumrinu
Mikið líf og fjör var á Úlfljótsvatni um liðna helgi þegar sjóræningjar tóku yfir svæðið.

Tæplega 200 skátar komu saman á Skátasumrinu frá þrettán skátafélögum og settu upp tjaldbúðir á svæðinu.

Þau tóku þátt í fjölbreyttri sjóræningjadagskrá þar sem þau meðal annars lögðu land undir fót og heimsóttu Hengilsvæðið, Þingvelli, Eyrabakka og Knarrarósvita.

Þau tóku einnig þátt í dagskrá á svæðinu í ýmsum þorpum eins og verkstæðinu þar sem skátarnir föndruðu, smíðuðu, og útbjuggi allskyns sjóræningjahluti og reyndu að byggja í skip sem var siglingarhæft.

Þau kynntust alþjóðarstarfi í gegnum WOSM-og Better world þorpið og heimsóttu Svarta Sjóinn sem var risa þrautabraut sem reyndi á samvinnu til að komast undir storminum sem reið yfir Svarta sjó.

Skátamiðstöðin verður lokuð dagana 17.-28. júlí

Skátamiðstöðin verður lokuð dagana 17.-28. júlí.
Ef erindið er brýnt er hægt að senda tölvupóst á skatarnir@skatarnir.is, við óskum ykkur góðs sumars!


