Sjóræningjar tóku yfir Úlfljótsvatn á Skátasumrinu

Mikið líf og fjör var á Úlfljótsvatni um liðna helgi þegar sjóræningjar tóku yfir svæðið.

Tæplega 200 skátar komu saman á Skátasumrinu frá þrettán skátafélögum og settu upp tjaldbúðir á svæðinu.

Þau tóku þátt í fjölbreyttri sjóræningjadagskrá þar sem þau meðal annars lögðu land undir fót og heimsóttu Hengilsvæðið, Þingvelli, Eyrabakka og Knarrarósvita.

Þau tóku einnig þátt í dagskrá á svæðinu í ýmsum þorpum eins og verkstæðinu þar sem skátarnir föndruðu, smíðuðu, og útbjuggi allskyns sjóræningjahluti og reyndu að byggja í skip sem var siglingarhæft.

Þau kynntust alþjóðarstarfi í gegnum WOSM-og Better world þorpið og heimsóttu Svarta Sjóinn sem var risa þrautabraut sem reyndi á samvinnu til að komast undir storminum sem reið yfir Svarta sjó.

,,Mikil gleði og stuð ríkti hjá þáttakendum jafnt sem eldir sjálboðaliðum á mótinu og var gaman að sjá hversu tilbúin öll voru til að hífa upp fána og vera með í sjóræningjaævintýrinu. Það sem stendur mest uppúr er að hafa fengið að fylgjast með skátum allstaðar að af landinu mynda nýjar minningar, kynnast nýjum vinum og upplifa alvöru tjaldbúðar og útilífs stemmningu“  Segir Egle Sipaviciute, mótstjóri Skátasumarsins 2024.