Nýtt fyrirkomulag námskeiða Æskulýðsvettvangsins

Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ungmennafélags Íslands. Æskulýðsvettvangurinn vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi og stuðlar að heilbrigðum, uppbyggjandi, vönduðum og öruggum aðstæðum í slíku starfi.
Eitt af markmiðum Æskulýðsvettvangsins er að stuðla að aukinni fræðslu og forvörnum í íþrótta- og æskulýðsstarfi á Íslandi í þeim tilgangi að gera umhverfi barna og ungmenna í félagsstarfi öruggara. Námskeið Æskulýðsvettvangsins eru liður í því. Áður hafa aðildarfélög ÆV óskað eftir námskeiðunum inn í sínfélög eftir þörfum en nú verður gerð breyting þar á. Námskeiðin verða sameiginleg fyrir öll aðildarfélögin og fara fram eftir námskeiðaáætlun.
Það er mikilvægt að öll sem starfa með börnum og ungmennum séu meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð og viti hvernig á að bregðast við þegar upp koma atvik eða áföll í starfinu. Því hvetjum við sem flest til að sækja námskeiðin en þau eru frí fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða Skátanna.
NÁMSKEIÐAÁÆTLUN VOR 2023
8. febrúar Hinsegin fræðsla
8. mars Samskipti og siðareglur
29. mars Inngilding og fjölmenning
Skráning er opin á öll námskeiðin hér
Pantaðu skátabúning fyrir 30. janúar
Pöntunardagur nálgast ört en hann er 30. janúar!
Skátafatnaður er keyptur inn eftir pöntunum og pantar Skátabúðin tvisvar á ári.
Hægt er að koma Í Skátabúðina, Hraunbæ 123, 110 Reykjavík, til þess að máta og panta. Skátafélögin geta safnað saman pöntunum sinna þátttakanda og sent inn sameiginlega pöntun.
Allar pantanir þurfa að vera greiddar fyrir pöntunardag.
Pöntunardagarnir eru 30. janúar og 30. september
Þar sem styttist í næsta pöntunardag viljum við minna öll sem vilja fá sér búning, að panta fyrir þann dag.
Við minnum á að næsti pöntunardagur er 30. september svo ef þú vilt búning fyrir viðburði sumarsins þá þarf að panta hann núna!
Hvernig skátafélög panta:
- Lesið yfir upplýsingaskjalið
- Hægt er að óska eftir því að fá mátunarsett í allt að 3 daga til skátafélagsins.
- Fyllið út pöntunarskjalið
- Sendið pöntun á skatabudin@skatarnir.is
Hvernig einstaklingar panta:
- Komið við í Skátabúðinni og mátað þær stærðir sem í boði eru
- Pantað skátabúningin í vefverslun Skátabúðarinnar


