Hringborð rekkaskátaforingja

Hringborð rekkaskátaforingja fór fram í Skátamiðstöðinni þriðjudagskvöldið 21. september. Rekkaskátar og foringjar þeirra mættu frá 5 félögum af þeim 17 sem halda úti starfi fyrir aldursbilið. En þrátt fyrir að mega vera fjölmennara reyndist hringborðið afar góður og fræðandi vettvangur fyrir viðstödd.

Rekkaskátanetið komið af stað

Eitt stærsta málið sem var rætt við hringborðið var Rekkaskátanetið, en fyrir tveimur árum á sama vettvangi var lagður grunnur að áætlunum sem gátu síðan ekki gengið fram sökum heimsfaraldurs, á síðasta starfsári voru síðan opnir fundir fyrir rekkaskáta haldnir í hinum ýmsu skátaheimilum undir sama nafni. Við hringborðið var rykið dustað af þessum tveggja ára gömlu áætlunum, að skátafélög sem stæðu að rekkaskátastarfi myndu taka sig saman um að tryggja þrjá viðburði á komandi ári fyrir rekkaskáta auk þess starfs sem mun eiga sér stað innan þeirra sveita. Þetta samstarf um viðburðarhald muni síðan stuðla að þéttara tengslaneti á milli rekkaskátaforingja og rekkaskátasveita og vonandi nýtast til að tryggja efldara samstarf þvert á félög t.d. svo að rekkaskátar geti boðið rekkaskátum utan sinnum sveitar að taka þátt með sér í flottum verkefnum, til að deila hugmyndum og fleira.

Áframhaldandi þróun á stuðningi vegna forsetamerkis

Védís frá starfsráði kynnti umgjörðina í kringum forsetamerkið og svaraði nokkrum praktískum spurningum um þau efni. Vegabréfið er enn nokkuð nýlegt kerfi og þótt það líkist mjög kerfinu sem var í kringum aldamót upplifðu fæstir foringjar nútímans það kerfi og því hefur verið áskorun að leiðbeina rekkaskátum í því. Þess vegna var kafað ofan í hvaða hindranir skátaforingjar hafa helst rekið sig á í þessum stuðningi og hvernig megi halda áfram að þróa stuðningsnetið. Niðurstaðan var sú að rekkaskátaforingjar vildu áfram geta fengið kynningar- og stöðufundi um forsetamerkið inn til sinna sveita frá Skátamiðstöð. Starfsráð hélt nýlega í fyrsta sinn kvöld þar sem þau sem væru að vinna að forsetamerkinu gætu komið og var óskað eftir því að slíkt væri gert einu sinni á önn. Þá sagði skátaforingi Svana frá yfirlitsskema sem hann þróaði til að hafa betri yfirsýn með stöðu hvers og eins í sveitinni sem ynni að merkinu og var óskað eftir að Skátamiðstöð myndi þróa slíkt skema sem gæti nýst foringjum með sama hætti.

Framfarir einstaklingsins

Davíð Þrastarson sem er á síðasta ári í rekkaskátunum kynnti sína vegferð en Davíð hefur verið afar duglegur að grípa þau ýmsu tækifæri sem bjóðast einstaklingum utan sveitarstarfsins en hann situr m.a. í ungmennaráði, er áheyrnafulltrúi ungmenna í stjórn BÍS og hefur verið í mótstjórn Drekaskátamóts undanfarin ár. Að kynningu lokinni fékk Davíð spurningar frá rekkaskátum, rekkaskátaforingjum og erindrekum um hvaða hvatar hafi drifið hann áfram, hvar hann heyrði af tækifærunum og ýmislegt fleira.

Upplýsingamiðlun til rekkaskáta og rekkaskátaforingja

Í gegnum alla aðra umræðu var mikið rætt um upplýsingamiðlun frá Skátamiðstöð til rekkaskáta og foringja þeirra. Það virtist á umræðum við hringborðið sem að skátaforingjar rekkaskáta hafi lykilhlutverki að gegna í þeirri upplýsingamiðlun en á umræðum virtist ljóst að rekkaskátar væru best meðvituð um tækifæri sem þau fengu fregnir af í gegnum skátaforingja sinn. Því verður áhersla lögð á að sinna góðri upplýsingamiðlun til skátaforingja en það mun fara fram á póstlista og í Sportabler hóp fyrir stærri verkefni og tækifæri, en þegar það kemur að minni tækifærum sem hafa jafnvel forsetamerkis tengsl verður það bara í Sportabler. Síðan er mikilvægt að skátaforingjar láti skátana vita af tækifærum á samfélagsmiðlum fyrir þau til að fylgjast með s.s. á facebook og instagram síðu skátanna.

Annað hringborð fyrir áramót

Heilt yfir var hringborðið var góður vettvangur til að ræða saman, spegla og leita upplýsinga viðstödd óskuðu eftir öðru hringborði fyrir rekkaskátaforingja fyrir áramót og ætlar starfsráð að verða við því.

 


Skátapeysur og skátaskyrtur

Við tökum upp nýtt fyrirkomulag þegar kemur að kaupum á skátaskyrtum og skátapeysum. Við ætlum að hætta að geyma stóran lager af þessum vörum í Skátamiðstöðinni og munum í staðinn bjóða upp á pöntunardaga eins og íþróttafélögin hafa gert. Skátar geta sjálf heimsótt skátabúðina, mátað, greitt fyrir skyrtuna og við bætum skyrtunni þeirra við næstu pöntun. Skátafélögin geta einnig fengið mátunarsett af skátaskyrtum eða bláu BÍS peysunni og leyft sínum félögum að máta, tekið saman upplýsingarnar og sent þær á okkur fyrir pöntunardaginn. Í þessum tilfellum greiðir skátafélagið og sér um innheimtu ef það á við.

Pöntunardagarnir eru 30.september og svo aftur 30. janúar

Skátaskyrtur

Nú eru komnar nýjar skátaskyrtur í notkun sem eru í boði í mismunandi stærðum og sniðum. Hægt er að koma upp í Skátabúðina, Hraunbæ 123, 110 Reykjavík, að máta, einnig er hægt að óska eftir því að sækja mátunarsett til Skátamiðstöðvarinnar og haft mátunardag í skátaheimilinu eftir samkomulagi við Skátamiðstöðina. Skyrturnar eru á kynningaverði sem er 6.700 kr. og verða pantaðar 30.september og svo aftur 30.janúar.
Hér er yfirlit af stærðum:

Bein/aðsniðin með axlaspælum                                                Hefðbundið snið með axlaspælum

                                                     

Aðsniðin m. brjóstsaum m. axlaspælum

Einnig eru til í skátabúðinni nokkur eintök af gömlu skyrtunum ásamt prufu eintökum af nýju skátaskyrtunni án axlaspæla sem verða ekki pantaðar aftur. Þær verða til sölu á meðan birgðir endast.

En stærðirnar sem eru til af þeim er hér.

Bein/aðsniðin án axlaspæla                                                        Hefðbundið snið án axlaspæla

                                                     

Aðsniðin m. brjóstsaum án axlaspæla

Skátapeysur

Skátahettupeysa

Í ár verður hægt að panta skátapeysur í nýjum lit, khakis green, með BÍS merkinu framan á. Um er að ræða hettupeysurnar sem voru til í gráum lit (litur ársins 2021). Sama fyrirkomulag verður á því að panta peysur og skátaskyrturnar en það verður sami pöntunardagur, 30. September og svo aftur 30.janúar. Til eru örfá eintök af gömlu skátapeysunni í 2021 litnum sem hægt er að kaupa á staðnum.

Hér er stærðartafla af skátapeysunni og mynd af litnum, stærðirnar eru miðaðar við unglinga og eldri. Skátapeysan kostar 9.950 kr.

                   

 

Blá BÍS peysa

Bláa BÍS peysan er til í minni stærðum og því tilvalin fyrir yngri aldursbilin eins og drekaskáta, fálkaskáta og jafnvel dróttskáta. Þessi peysa er til í skátabúðinni bæði í barnastærðum og fullorðins stærðum og verður pöntuð aftur ef birgðir klárast á pöntunardögum.

Barnapeysan kostar 5.800 kr. og hægt er að sjá stærðartöfluna hér.

Fullorðins peysan kostar 7.000 kr. og er hægt að sjá stærðirnar hér.

Skátabolir

Bláir BÍS bolir

Barnastærðir kosta 2.600 kr. og hægt er að sjá stærðartöfluna hér.

Fullorðins bolir kostar 3.000 kr. og er hægt að sjá stærðirnar hér.


Aðalfundur skátafélags Borgarness

Fundarboð

Í 11. grein laga BÍS  segir að stjórn BÍS geti boðað til aðalfundar skátafélags samkvæmt lögum þess hafi slíkur ekki verið haldinn í 18 mánuði. Er það gert hér með:

Aðalfundarboð Skátafélags Borgarness

Boðað er til aðalfundar miðvikudaginn 28.september kl.20:00 í skátaheimilinu Skallagrímsgötu 8a.

Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins. Framboð til stjórnar og erindi fyrir aðalfundinn skulu berast á harpa@skatarnir.is.

Skátar, foreldrar og aðrir velunnarar skátastarfs í Borgarnesi eru boðin hjartanlega velkomin.

Stjórn Bandalags íslenskra skáta

Dagskrá fundarins

Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins sem má sækja með að smella hér.

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Fundarboð lagt fram til samþykktar
  3. Skýrsla stjórnar, umræður
  4. Endur skoðaðir reikningar félagsins, umræður
  5. Lagabreytingar
  6. Kosningar
  7. Önnur mál

Stjórn BÍS mun leggja það til við fundinn að Sigurgeir B. Þórisson, erindreki BÍS, verði fundarstjóri. Framboð til stjórnar og önnur málefni fyrir fundinn skal senda á harpa@skatarnir.is.

Kjör í stjórn

Samkvæmt lögum félagsins skal stjórn skipuð fimm skátum; félagsforingja, aðstoðarfélagsforingja, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda. Allir stjórnarmenn skulu vera 18 ára eða eldri og félagsforingi skal hafa náð 25 ára aldri. Skipun stjórnarmanna er til tveggja ára í senn en kjörið skal um hluta stjórnar á sléttu ári og hinn hluta stjórnar á oddatöluári. Skipun félagsforingja og meðstjórnanda er því til 2024 en skipun aðstoðarfélagsforingja, ritara og gjaldkera er til 2023.

Framboð til stjórnar

Eftirfarandi framboð hafa borist fundinum:

Félagsforingi

Ólöf Kristín Jónsdóttir

Ritari

Margrét Hildur Pétursdóttir

Dagskrár- og sjálfboðaliðaforingi

Árni Gunnarsson
Ragnar Ingimar Andrésson

Varamenn

Jóhanna M. Þorvaldsdóttir
Jökull Fannar Björnsson


Nýir skráningar skilmálar

Stjórn BÍS samþykkti á fundi í gær uppfærslu á skráningarskilmálum í Sportabler kerfinu. Þeir skilmálar hafa nú verið uppfærðir í bakenda allra félaganna. Margrét Unnur lögfræðingur og sjálfboðaliðaforingi í Skjöldungum fær sérstakar þakkir fyrir yfirlestur.
Skráningarskilmálar innan félagasamtaka með eigin lög, reglugerðir og stefnur eru í sjálfu sér bara verkfæri til að upplýsa þau sem skrá sig hjá okkur um innihald þessara plagga og hvernig þau snúa að einstaklingum í nokkrum mikilvægum málaflokkum.
Héðan af þegar fólk skráir sig í gegnum shop síðuna þarf það að haka við að samþykkja þessa skilmála:
Skilmálana má brjóta upp í:
1. Félagsaðild - réttindi og skyldur
2. Viðmið í starfinu (forvarnar-, jafnréttis-, umhverfis-, öryggis-, ofl.)
3. Áskilinn réttur til tímabundinnar eða ótímabundinnar brottvikningar úr starfi eða af viðburðum
4. Almennir endurgreiðsluskilmálar (fyrir félögin að byggja ofan á)
5. Fyrirvari um að einstaklingar eru ekki sérstaklega vátryggðir í starfi
6. Persónuvernd, myndvinnsla, markpóstar og gagnavinnsla

Privacy Preference Center