Styrkir til skátafélaga
Styrkir til skátafélaga
Nýverið úthlutaði Mennta- og menningarmálaráðherra styrkjum til uppbyggingar á sviði menningarmála. Skemmtilegt er að segja frá því að fimm skátafélög fengu úthlutað styrkjum til uppbyggingar á skátaheimilum og skálum.
Skátafélag Akraness vegna uppbyggingar og viðhalds á skála í Skorradal, 500 þúsund kr.
Skátafélagið Garðbúar til að bæta aðstöðu í skátaheimili, 300 þúsund kr.
Skátafélagið Kópur vegna framkvæmda við skála, 300 þúsund kr.
Skátafélagið Mosverjar vegna klæðningar á skála, 300 þúsund kr.
Skátafélagið Vogabúar vegna uppbyggingar skálans Dalakots, 300 þúsund kr.
Við óskum þeim til hamingju með styrkveitinguna.
Þankadagurinn 2021
Þankadagurinn 2021
Þankadagurinn eða World Thinking Day er dagur alþjóðlegrar vináttu þar sem skátar út um allan heim hugsa hlýtt til annarra skáta og senda þakklæti út í heiminn. Haldið hefur verið upp á Þankadaginn á hverju ári síðan 1926. Hugmyndin varð fyrst til þegar kvenskátar (Girl Guides og Girl Scouts) hittust í Bandaríkjunum á fjórðu heimsráðstefnu WAGGGS sama ár. Þær voru sammála um að það ætti að vera sérstakur dagur á hverju ári, tileinkaður öllum þeim sem eru hluti af skátunum til að hugsa hvert til annars og senda þakklæti út í heiminn. Dagurinn er haldinn 22. febrúar en sá dagur var valinn vegna þess að það er afmælisdagur bæði Lord Baden-Powell, stofnanda skátahreyfingarinnar og Olave Baden-Powell, sem var World Chief Guide.
Á hverju ári gefur WAGGGS út dagskrárpakka í tilefni dagsins og í ár kom út dagskrárpakkin Stöndum saman um frið sem hefur verið þýddur á íslensku af nokkrum skátum. Hrópum þrefalt húrra fyrir þeim!
Þema dagskrárpakkans í ár er friðaruppbygging
Endilega kíkið á þennan flotta verkefnapakka og ekki gleyma að tagga @skatarnir þegar þið haldið ykkar Þankadagsfögnuð!
Smelltu hér til að opna dagskrárbæklinginn –> Þankadagurinn 2021 á íslensku
GANGI YKKUR VEL OG GLEÐILEGAN ÞANKADAG <3


