Skátahreyfingin tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels
Skátahreyfingin tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels
Heimssamtök skátahreyfinga (WOSM) og Heimssamtök kvenskáta (WAGGGS) hafa verið tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels 2021. Tilnefningin er fyrir framúrskarandi aðgerðir í þágu valdeflingar ungmenna um allan heim til uppbyggingar friðarmenningar í sínu nærumhverfi í meira ein heila öld.
Það var norski þingmaðurinn og fyrrum skátahöfðingi Noregs, Solveig Schytz, sem sendi tilnefninguna inn.
“Skátahreyfingin snýst um að gefa ungu fólki tækin sem þau þurfa til að leysa áskoranir framtíðarinnar samhliða því að byggja upp sterkt samfélag. Þessi vinna er nauðsynleg fyrir heimsfrið.”
“Nú þegar svo margar ógnir steðja að samfélagi manna, hvort sem það er loftslagsvá, stríð eða sjúkdómar, er þörf á mótvægi við sjálfselsku og þjóðernishyggju. Við þurfum að gefa ungu fólki tækifæri til að sameinast um gildi og þjónustu, ekki bara í þágu síns samfélags heldur einnig alþjóðasamfélagsins.”
Síðan skátahreyfingin var stofnuð árið 1907 hefur starfið snúist um valdeflingu ungs fólks með leiðtogaþjálfun og framtíðarfærni svo þau geti unnið að friði í sínu nærumhverfi. Skátastarfið byggir upp friðarmenningu með því að tvinna samvinnu, samstöðu og alþjóðasamstarf inn í verkefni ungmennanna.
Síðastliðinn áratug hefur flaggskipsverkefni alþjóðaskátahreyfingarinnar, Messengers of Peace, veitt skátum um allan heim innblástur til að grípa til aðgerða í sínu nærumhverfi. Friðar- og sjálfbærniverkefnin eru orðin yfir 16 milljón talsins.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem skátahreyfingin fær tilnefningu til Friðarverðlauna Nóbels. Ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið því í febrúar kemur í ljós hvort skátahreyfingin nái inn á stutta listann yfir tilnefningar.

Laust sæti í stjórn BÍS
Tilkynning frá uppstillingarnefnd BÍS vegna mönnunar í stjórn BÍS
Tilkynning frá uppstillingarnefnd BÍS vegna mönnunar í stjórn BÍS
Á félagsforingjafundi á næstunni verður kosið í hlutverk meðstjórnanda í stjórn BÍS. Þessi stjórnarmeðlimur skal samkvæmt lögum BÍS vera 25 ára eða yngri.
Uppstillingarnefnd hvetur skáta sem hafa áhuga og hugsjónir fyrir skátastarfi í landinu að skoða þetta spennandi hlutverk sem nú er á lausu, að gefa kost á sér til starfa og hvetja aðra til þess. Kosið er í hlutverkið fram að Skátaþingi 2022.
Meðstjórnendur í stjórn BÍS skipta með sér verkum og bera m.a. sameiginlega ábyrgð á starfi stjórnar, ráða og nefnda. Þeir sitja eftir atvikum í fastaráðum samkvæmt ákvörðun stjórnar.
Framboðstilkynningar og tillögur um fólk í hlutverkið óskast sendar uppstillingarnefnd hið fyrsta og eigi síðar en 5. febrúar kl. 12:00. Í framhaldinu mun uppstillingarnefnd taka saman gild framboð og koma þeim upplýsingum til félagsforingja sem samkvæmt lögum BÍS kjósa í hlutverkið á félagsforingjafundi.
Tilkynningar um framboð þurfa að berast skriflega eða í tölvupósti á netfang uppstillingarnefndar: uppstilling@skatar.is.
Uppstillingarnefnd skipa:
Berglind Lilja Björnsdóttir, s: 659-1366, berglind@skatar.is
Birgir Ómarsson, s: 895-7551, biggiomars@gmail.com
Katrín Kemp Stefánsdóttir, s: 824-1865, katrinkemp@kopar.is
Sigurður Viktor Úlfarsson, s: 854-0074, siggiulfars@gmail.com
Sædís Ósk Helgadóttir, s: 661-6433, saedisoskh@gmail.com
Stjórn BÍS þakkar Ásgerði innilega fyrir gott samstarf og óskar henni velfarnaðar í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur.

