Starfsmaður Skjöldunga (Laugardalurinn)

Vilt þú taka þátt í frábæru vetrarstarfi fyrir ungmenni?
Starfsmaður Skátafélagsins Skjöldungar – 40% hlutastarf
Skátafélagið Skjöldungar óskar eftir öflugum einstaklingi í krefjandi og skemmtilegt starf starfsmanns skátafélagins. Skátafélagið er með fjölbreytt og spennandi starf fyrir börn og ungmenni á aldrinum 8-25 ára.
Helstu verkefni:
- Halda utan um skráningar og innheimtu félagsgjalda
- Annast innkaup félagsins á dagskrárefni, skátavörum, hreinlætisvörum og öðru sem þarf til daglegs rekturs
- Sjá um tölvupóst skátafélagsins, halda utan um samskipti við foreldra og skrifstofur Bís og SSR
- Er með viðverðu í skátaheimilinu þegar sveitarfundir eru haldnir og sér um að skátaheimilið sé opnað fyrir skátafundi
- Er stuðningur við foringja á fundum og aðstoðar við stærri viðburði félagsins
- Vinna að vori við undirbúning Útilífsskóla, eins og auglýsingar, skráningu á námskeið og annað sem fellur til
Hæfniskröfur:
- Vera með bílpróf
- Almenn tölvukunnátta
- Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Reynsla af stjórnun og mannaforráðum er kostur
- Reynsla af skátastarfi eða öðru æskulýðsstarfi er mikill kostur
Frekari upplýsingar veitir Helga Þórey Júlíudóttir, félagsforingi Skjöldunga á helgathorey@gmail.com eða í s. 659 3740
Umsóknir skulu berast á stjorn@skjoldungar.is. Umsóknarfrestur er til 11. september 2020.
Landsmót verður á Úlfljótsvatni næsta sumar
Ákveðið hefur verið að halda landsmót skáta á Úlfljótsvatni næsta sumar- 14. – 21. júlí 2021.
Upphaflega átti að halda mótið í sumar en vegna fjöldatakmarkana vegna Covid-faraldursins féll það niður. Stefnt var á Akureyri sem mótsstað, en eftir að hafa metið heildarstöðuna ákvað stjórn Bandalags íslenskra skáta að færa mótið á Úlfljótsvatn og þar verður það haldið sumarið 2021.
„Við erum með mikinn búnað og góða aðstöðu á Úlfljótsvatni. Það var ekki auðvelt að taka þessa ákvörðun, en við teljum að það sé skynsamlegt í stöðunni eins og er,“ sagði Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Skátamiðstöðvar þegar hann kynnti málið á vel sóttum fjarfundi með félagsforingjum í gærkvöldi.
Ólöf Jónasdóttir, sem tók að sér stöðu mótsstjóra á liðnum vetri, þegar til stóða að halda mótið á Akureyri, tók undir orð Kristins um að það væri rétt ákvörðun að færa mótið á Úlfljótsvatn. „Við eigum að setja fókus á að halda Úlfljótsvatni gangandi,“ sagði hún. „Við hefðum auðvitað viljað halda mótið hér á Hömrum á Akureyri, en þetta er það skynsamasta í stöðunni.“
„Það er búið að vinna töluverða undirbúningsvinnu sem við munum skila til þeirra sem taka við mótinu,“ segir Ólöf sem nú lætur af störfum sem mótsstjóri. Félagsforingjar og stjórn BÍS þökkuðu Ólöfu fyrir hennar vinnu. Þema landsmótsins verður tengt heimsmarkmiðum sem skátar hafa hlúð að í sínu starfi, en einkunnarorð mótsins eru Byggjum betri heim.
Á næstunni verður leitað eftir nýju fólki til að koma inn í mótsstjórn. Kristinn er bjartsýnn á að það muni ganga vel. „Mögulega náum við að virkja á ný einhver þeirra sem tóku þátt í að skapa Moot heimsmótið sem haldið var á Úlfljótsvatni,“ segir hann og gerir ráð fyrir að næstu daga verði sent út opið kall eftir þeim sem vilja taka þátt í að halda Landsmót.

