Hulda Mjöll þjónustufulltrúi

Búið er að ráða nýjan þjónustufulltrúa til BÍS sem mun taka sæti Unnar Lífar þegar hún fer frá okkur í ágúst. Viðkomandi kemur úr Fossbúum og heitir Hulda Mjöll Þorleifsdóttir.
Hún mun hefja störf 22. júlí.

Hulda hefur verið í hinum öfluga foreldrahóp Fossbúa og þekkir því ágætlega til skátastarfs. Hulda starfaði áður hjá Matvælastofnun/MAST á Selfossi.

Við bjóðum Huldu Mjöll hjartanlega velkomna til starfa.


Hæ hó og jibbí jeij!

Ljósmynd: Margrethe
Ljósmynd: Margrethe

Í gær héldu skátar þjóðhátíðardaginn hátíðlegan. Mikið var um að vera og skátar og gestir nutu dagsins í sólinni.

Skátafélög um allt land tóku þátt í dagskrá í sínum bæjarfélögum og allt gekk eins  og í sögu.

Gleðilegan þjóðhátíðardag öllsömul!

Ljósmynd: Jón Andri


Skátastarf fyrir alla styrkt af Eflu

Starfshópur um skátastarf fyrir alla hlaut í dag 150.000 kr. styrk frá verkfræðistofunni Eflu til þess að hefja vinnu sína við að gera öllum kleyft að taka þátt í skátastarfi. Starfshópur um skátastarf fyrir alla var stofnaður fyrir ári síðan. Markmið hópsins er að koma með tillögur um úrbætur og frumkvæðisverkefni sem aukið geta þátttöku jaðarhópa í skátastarfi. Með jaðarhópum er átt við hvern þann hóp barna sem hefur að einhverjum ástæðum átt erfitt með að kynnast skátastarfi eða stunda það, svo sem fötluð börn, börn af erlendum bakgrunni, flóttabörn og hælisleitendur og börn sem búa við fátækt eða félagslega einangrun.

Markmið verkefnisins er að auka aðgengi jaðarhópa að skátastarfi, enda er æskulýðsstarf frábær vettvangur fyrir börn og ungmenni til að efla sjálfstraust, læra um samvinnu og hópastarf, efla með sér samfélagsvitund og náttúruást og finna hversu mikilvægt það er að tilheyra hópi.

Helga Þórey Júlíudóttir, formaður starfshóps um skátastarf fyrir alla og Inga Auðbjörg K. Straumland, verkefnastjóri hjá SSR, veittu styrknum móttöku í höfuðstöðvum Eflu. Skátarnir þakka Eflu fyrir styrkinn og hlakka til að takast á við verkefnið.


Ofurskátamót á Úlfljótsvatni

Drekaskátamót var haldið á Úlfljótsvatni síðastliðna helgi. Í ár var met skráning og um það bil 300 drekaskátar og sjálfboðaliðar hittust á Úlfljótsvatni í einnar nætur útilegu.

Ljósmyndari: Aron Gauti Sigurðarson

 

Dagskráin var full af fjöri og ævintýrum. Þemað í ár var ofurhetjuþema og þá mátti sjá fullt af skemmtilegum ofurhetjum hoppa og skoppa um mótssvæðið í leik og starfi.

Ljósmyndari: Aron Gauti Sigurðarson
Ljósmyndari: Aron Gauti Sigurðarson
Ljósmyndari: Aron Gauti Sigurðarson

 

 

 

 

 

 

 

Drekaskátarnir tóku þátt í fjölbreyttri dagskrá, meðal annars fóru krakkarnir í klifurturninn, hoppukastala, æfðu sig í bogfimi, tókust á við þrautabrautina í vatnasafaríinu og leystu ýmsar þrautir í stórleik á sunnudeginum.

Takk æðislega fyrir helgina öllsömul og sjáumst að ári.

Ljósmyndari: Aron Gauti Sigurðarson
Ljósmyndari: Aron Gauti Sigurðarson

 


Privacy Preference Center