Hulda Mjöll þjónustufulltrúi

Búið er að ráða nýjan þjónustufulltrúa til BÍS sem mun taka sæti Unnar Lífar þegar hún fer frá okkur í ágúst. Viðkomandi kemur úr Fossbúum og heitir Hulda Mjöll Þorleifsdóttir.
Hún mun hefja störf 22. júlí.

Hulda hefur verið í hinum öfluga foreldrahóp Fossbúa og þekkir því ágætlega til skátastarfs. Hulda starfaði áður hjá Matvælastofnun/MAST á Selfossi.

Við bjóðum Huldu Mjöll hjartanlega velkomna til starfa.