Vormót Hraunbúa 2024 verður haldið Hvítasunnuhelgina 17.- 20. maí á Hamranesi. Svæðið opnar kl. 17 á föstudegi.
Skráning er opin á skráningarsíðu Hraunbúa og kostar 12.000 kr. ef skráð er fyrir 26.apríl, en 15.000 kr. ef skráð er milli 26. april og 15. maí.
Heitt kakó með rjóma öll kvöld !
Hafragrautur á morgnanna !
Pylsypartý á laugardagskvöld !
Kvöldvaka !
Göngur !
Tækifæri til að vinna sér inn stiku- og/eða hæðamerki !
Þau sem koma með hjól geta tekið þátt í hjólaferð í sund !
Kanó á Hvaleyrarvatni !
Víkingar með dagskrá !
Dagskrábilin eru á milli kl. 10 – 12 og kl. 14 – 17. Um kvöldið verður pylsupartý og næturleikur ásamt heitu kakói með rjóma.
Dagskrábilin eru á milli kl. 10 – 12 og kl. 14 – 17. Um kvöldið verður kvöldvaka og heitt kakó með rjóma.
Félagaleikar um morguninn og mótsslit eru klukkan 12.
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Hraunbúa, hraunbuar@hraunbuar.is